Innherji

Erum frekar að fá til okkar skulda­bréfa­fjár­festa sem horfa til langs tíma

Hörður Ægisson skrifar
„Gjaldeyrisinnflæðið vegna ríkisbréfakaupanna hefur ekki skapað nein vandamál,“ segir Ásgeir Jónsson sðelabankastjóri.
„Gjaldeyrisinnflæðið vegna ríkisbréfakaupanna hefur ekki skapað nein vandamál,“ segir Ásgeir Jónsson sðelabankastjóri.

Þær takmarkanir sem eru á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningum útilokar í reynd að erlendir skuldabréfasjóðir geti farið að eiga í vaxtamunarviðskiptum af þeirri stærðargráðu sem var á árunum fyrir bankahrun, að sögn seðlabankastjóra. Innflæði fjármagns í íslensk ríkisbréf hefur aukist stöðugt að undanförnu og nemur yfir 40 milljörðum á síðustu sex mánuðum.


Tengdar fréttir

Háir lang­tíma­vextir vestan­hafs minnka á­huga fjár­festa á „framandi“ mörkuðum

Þegar það kemst á meiri vissa um að vextir hafi náð hámarki og verðbólgan sé á niðurleið ætti það að skila sér í meira innfæði fjármagns í íslensk ríkisbréf, að sögn seðlabankastjóra, en háir langtímavextir í Bandaríkjunum valda því að skuldabréfafjárfestar sýna framandi mörkuðum núna lítinn áhuga. Eftir nánast ekkert innflæði í ríkisbréf um margra mánaða skeið kom erlendur sjóður inn á markaðinn í gær sem átti sinn þátt í því að ávöxtunarkrafan féll skarpt.

Tímaspursmál hvenær erlendir sjóðir koma inn á skuldabréfamarkaðinn

Hverfandi hlutdeild erlendra fjárfestingarsjóða á íslenskum skuldabréfamarkaði, sem hefur sjaldan eða aldrei verið minni í sögunni, er „óheppileg“ að mati seðlabankastjóra. Langtímavaxtamunur Íslands við Bandaríkin hefur lítið hækkað þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hafi rokið upp síðustu misseri og sé í dag nálægt sex prósentum.

Talað í kross í peningastefnunefnd

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vakti athygli á því að „nánast engir“ erlendir sjóðir væru á meðal eigenda að íslenskum ríkisbréfum. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er algengt að hlutdeild erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum nýmarkaðsríkja sé á bilinu 10 til 30 prósent. Á síðasta áratug sveiflaðist hlutfallið á Íslandi á milli 15 til 20 prósenta en það lækkaði snarplega á síðari hluta árs 2020 þegar umsvifamiklir fjárfestingasjóðir á borð við Bluebay Asset Management seldu öll sín bréf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×