Körfubolti

Slags­mál í kvenna­körfu­boltanum hjá gamla liðinu hennar Helenu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bre'Yon White, Emily Fisher og Tara Manumaleuga héldu velli eftir að þrír leikmenn TCU liðsins voru reknir í sturtu.
Bre'Yon White, Emily Fisher og Tara Manumaleuga héldu velli eftir að þrír leikmenn TCU liðsins voru reknir í sturtu. Instagram/@tcuwbb

Átta körfuboltakonur voru reknar snemma í sturtu í leik í bandaríska háskólakörfuboltanum á mánudaginn.

Slagsmál brutust út í leik TCU og George Washington University. TCU eða Texas Christian University er skólinn sem íslenska landsliðskonan Helena Sverrisdóttir lék við góðan orðstír í fjögur ár.

Allt varð vitlaust í öðrum leikhluta en lætin byrjuðu þegar Essence Brown í liði George Washington virtist flækjast í hári Bella Cravens hjá TCU.

Bella var mjög ósátt og fljótlega voru þær farnar að ýta og slá hvora aðra. Leikmenn úr báðum liðum komu að til að reyna að halda aftur af þeim.

Cravens og Brown voru meðal þeirra átta leikmanna sem voru reknir út úr húsi eftir atvikið.

Þær Lucy Ibeh og Roxane Makolo hjá TCU og þær Nya Robertson, Nya Lok, Jayla Thornton og Caia Loving hjá George Washington fóru einnig snemma í sturtu.

TCU liðið vann leikinn á endanum 70-58.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig lætin byrjuðu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.