Viðskipti innlent

Stundvísi komin yfir níutíu prósent

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir flugframboð á svipuðum slóðum og fyrir faraldur.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir flugframboð á svipuðum slóðum og fyrir faraldur. Vísir/Vilhelm

Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nóvembermánuði sýna aukningu á farþegum í mánuðinum á milli ára. Einnig var stundvísi félagsins 91 prósent.

Farþegum Icelandair í nóvembermánuði fjölgaði um áttatíu þúsund milli ára. Heildarfjöldi var um 250 þúsund í ár en 170 þúsund í fyrra. Þá skiptust farþegar þannig að 227 þúsund flugu í millilandaflugi og 23 þúsund í innanlandsflugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Fjöldi farþega gerði sér leið til Íslands eða 95 þúsund manns. Frá Íslandi fóru 49 þúsund á meðan farþegar tengiflugs voru 82 þúsund talsins.

Minni fraktflutningar voru í nóvember á þessu ári miðað við í fyrra en minnkunin samsvarar 28 prósentum. Er það sagt vera að mestu leyti vegna aukinnar notkunar á minni og sparneytnari vélum til flutninga þar sem minna pláss er til staðar.

Hvað varðar stundvísi flugfélagsins hafði áður verið greint frá því að stundvísi félagsins hefði verið 88 prósent og á uppleið í október síðastliðnum. Það reyndist rétt spá en stundvísi jókst um þrjú prósent á milli mánaða og var í nóvember komin upp í 91 prósent.

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair þar sem hann segir tölurnar jákvæðar og jafnframt sé flugframboð svipað og fyrir heimsfaraldur.

„Það er einnig ánægjulegt að sjá að stundvísi er mjög góð, eða um 90% í innanlands- og millilandaflugi. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta stundvísi, sérstaklega í innanlandsflugi, og nú sjáum við árangur af þeirri vinnu,“ segir Bogi Nils Bogason.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.