Handbolti

„Þetta var leikur sem við áttum að taka“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stiven Tobar Valencia og félagar í Val voru eðlilega súrir og svekktir eftir að hafa misst frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros.
Stiven Tobar Valencia og félagar í Val voru eðlilega súrir og svekktir eftir að hafa misst frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros. VÍSIR/VILHELM

Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn.

„Við eru bara frekar svekktir. Þetta var leikur sem við áttum að taka,“ sagði Stiven að leik loknum.

„Við lögðum allt í þetta, en í seinni hálfleik fór allt í skrúfuna hjá okkur. Þeir náðu að koma til baka og jafna með seinasta markinu sem mér fannst ekki vera réttur dómur.“

Þrátt fyrir að vera sár og svekktur eftir leikinn er Stiven þó ánægður með það sem hann og liðsfélagar hans hafa afrekað í Evrópudeildinni hingað til.

„Það hvað við erum búnir að halda vel í þessi lið. Við erum ekkert lélegri en neitt af þessum liðum. Seinustu tveir leikir eru leikir sem við áttum að taka. Við erum bara komnir á þann standard að við erum að glíma við þessi lið,“ sagði Stiven að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×