Jólakveðja matvælaráðherra Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 6. desember 2022 14:00 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda). Undanfarnar vikur hefur hópur einstaklinga og hagsmunasamtaka reynt að vekja athygli á breytingu sem tekur gildi í upphafi næsta árs varðandi niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt. Fundir sauðfjárbænda undanfarin ár hafa ályktað í þá veru og samþykkt ályktanir í þá veru án mótatkvæða. Nú ber hins vegar svo við að ráðherra málaflokksins hlustar ekki og heldur finnast mér það kaldar kveðjur í upphafi aðventu. Aðstoðarmaður ráðherrans, Kári Gautason og varaþingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi gæti kynnt sér málið betur og skoðað áhrifin af þessari breytingu á sitt kjördæmi. Breytingin mun hafa hvað mest áhrif á hans kjördæmi ásamt því að koma illa við yngri bændur sem hafa verið að reyna fjárfesta í greininni undanfarin ár. Í skýrslunni „Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020“ kemur fram að breytileiki í afkomu sauðfjárbúa byggi að nokkru leiti á greiðslumarkseign búanna. Þetta þýðir að fleiri sauðfjárbú mun glíma við meiri ófyrirsjáaleika í rekstarumhverfi sínu á komandi ári og kemur til með að veikja hryggjarstykkið í sauðfjárframleiðslunni sem eru stærri sauðfjárbúin þar sem yngra fólkið býr. Við síðustu endurskoðun búvörusamninga var komið á fót markaði með greiðslumark þar sem mun meiri eftirspurn er en framboð af greiðslumarki. Ætli matvælaráðherra hafi lesið samantekt Byggðastofnunnar um stöðu sauðfjárræktarinnar sem kom út í maí sl. Þar segir: „Miðað við ofangreindar forsendur og uppreikning á helstu kostnaðarliðum, að teknu tilliti til rekstrartaps undanfarinna ára, er ljóst að forsendur sauðfjárbúskapar að óbreyttum afurðatekjum og opinberum greiðslur eru brostnar. Líklegt er að rekstrarniðurstaða meðalsauðfjárbúsins sem hlutfall af tekjum verði neikvæð um allt að 50% næstu tvö árin a.m.k. og að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði neikvæð um í kringum 25%.“ Líklega hefur Svandís ekki lesið þetta þegar hún talar um „bjartsýni í sauðfjárrækt“ nema það sé ákveðin tegund af kaldhæðni hjá ráðherra. Það væri klókt af Svandís að fresta umræddri aðgerð til 1. janúar 2024 til að endurskoðun sú sem fram á að fara á árinu 2023 verði unnin á grundvelli fagmennsku og nýjustu gagna um stöðu búgreinarinnar. Matvælaráðherra hefur hins vegar valið að gera ekki neitt og láta samstöðu bænda í léttu rúmi liggja sem er vonandi ekki fyrirboði þeirra vinnubragða sem hún og hennar ráðuneyti ætlar að ástunda í endurskoðun komandi árs með því að henda fram innihaldslausum fyrirsögnum. Gagnlegt væri að ráðherra gæfi kost á beinu samtali um málefnið, t.a.m. þegar fyrirhuguð heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika. Höfundur er sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda). Undanfarnar vikur hefur hópur einstaklinga og hagsmunasamtaka reynt að vekja athygli á breytingu sem tekur gildi í upphafi næsta árs varðandi niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt. Fundir sauðfjárbænda undanfarin ár hafa ályktað í þá veru og samþykkt ályktanir í þá veru án mótatkvæða. Nú ber hins vegar svo við að ráðherra málaflokksins hlustar ekki og heldur finnast mér það kaldar kveðjur í upphafi aðventu. Aðstoðarmaður ráðherrans, Kári Gautason og varaþingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi gæti kynnt sér málið betur og skoðað áhrifin af þessari breytingu á sitt kjördæmi. Breytingin mun hafa hvað mest áhrif á hans kjördæmi ásamt því að koma illa við yngri bændur sem hafa verið að reyna fjárfesta í greininni undanfarin ár. Í skýrslunni „Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020“ kemur fram að breytileiki í afkomu sauðfjárbúa byggi að nokkru leiti á greiðslumarkseign búanna. Þetta þýðir að fleiri sauðfjárbú mun glíma við meiri ófyrirsjáaleika í rekstarumhverfi sínu á komandi ári og kemur til með að veikja hryggjarstykkið í sauðfjárframleiðslunni sem eru stærri sauðfjárbúin þar sem yngra fólkið býr. Við síðustu endurskoðun búvörusamninga var komið á fót markaði með greiðslumark þar sem mun meiri eftirspurn er en framboð af greiðslumarki. Ætli matvælaráðherra hafi lesið samantekt Byggðastofnunnar um stöðu sauðfjárræktarinnar sem kom út í maí sl. Þar segir: „Miðað við ofangreindar forsendur og uppreikning á helstu kostnaðarliðum, að teknu tilliti til rekstrartaps undanfarinna ára, er ljóst að forsendur sauðfjárbúskapar að óbreyttum afurðatekjum og opinberum greiðslur eru brostnar. Líklegt er að rekstrarniðurstaða meðalsauðfjárbúsins sem hlutfall af tekjum verði neikvæð um allt að 50% næstu tvö árin a.m.k. og að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði neikvæð um í kringum 25%.“ Líklega hefur Svandís ekki lesið þetta þegar hún talar um „bjartsýni í sauðfjárrækt“ nema það sé ákveðin tegund af kaldhæðni hjá ráðherra. Það væri klókt af Svandís að fresta umræddri aðgerð til 1. janúar 2024 til að endurskoðun sú sem fram á að fara á árinu 2023 verði unnin á grundvelli fagmennsku og nýjustu gagna um stöðu búgreinarinnar. Matvælaráðherra hefur hins vegar valið að gera ekki neitt og láta samstöðu bænda í léttu rúmi liggja sem er vonandi ekki fyrirboði þeirra vinnubragða sem hún og hennar ráðuneyti ætlar að ástunda í endurskoðun komandi árs með því að henda fram innihaldslausum fyrirsögnum. Gagnlegt væri að ráðherra gæfi kost á beinu samtali um málefnið, t.a.m. þegar fyrirhuguð heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika. Höfundur er sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar