Viðskipti innlent

Þrjú ný hjá PLAIO

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Eggert Gíslason, Sara Árnadóttir og Andri Sveinn Ingólfsson.
Frá vinstri: Eggert Gíslason, Sara Árnadóttir og Andri Sveinn Ingólfsson.

Sara Árnadóttir, Eggert Gíslason og Andri Sveinn Ingólfsson hafa öll verið ráðin til tæknifyrirtækisins PLAIO. Öll eru þau sérfræðingar í hugbúnaði. 

Sara er nýr leiðtogi hugbúnaðarþróunar hjá PLAIO. Hún er með M.Sc.- og B.Sc.-gráður í hugbúnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Undanfarin ár hefur hún starfað við framendaforritun hjá Hugsmiðjunni og Code North. 

Eggert verður Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá PLAIO en hann hefur 25 ára reynslu af hugbúnaðargerð fyrir íslenskan fjármálamarkað. Hann kemur til PLAIO frá five°degrees þar sem hann hefur starfað frá árinu 2010. Hann er forritari og framendahönnuður en hefur einnig starfað sem hópstjóri. 

Andri Sveinn er að ljúka M.Sc-námi í rekstrarverkfræði frá HR en hann er með B.Sc-gráðu bæði í tölvunarfræði og rekstrarverkfræði. 

„Undanfarin misseri hafa verið virkilega spennandi hjá okkur í PLAIO. Teymið er að stækka og viðskiptavinahópurinn sömuleiðis. Við sjáum fyrir mikinn vöxt á næstu mánuðum og erum ánægð með að fá þessa reynslumiklu sérfræðinga til liðs við okkur,“ er haft eftir Jóhanni Guðbjargarsyni, framkvæmdastjóra PLAIO, í tilkynningu. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×