Viðskipti innlent

„Það er ekkert hægt að slaka á kröfunum þegar þú ert að búa til fatnað fyrir ís­lenska sjó­menn“

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.

„Fyrir mér kom ekkert annað til greina en að flaggskipsverslun okkar í Evrópu yrði í London,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður en fyrirtækið opnaði formlega nýja verslun á Regent Street í London í gær. Þetta er fyrsta verslun fyrirtækisins sem opnar utan Íslands og Danmerkur.

Helgi ræddi við breska Retail Gazette um opnunina og framtíðaráform 66°Norður í Bretlandi.

Fram kemur að Bretar séu í meirihluta viðskiptavina í netverslun 66°Norður og þá segir Helgi að nýja verslunin á Regent Street muni færa London „hluta af Íslandi.“

Þá segir að opnun verslunarinnar á Regent Street sé á afar heppilegum tíma, þar sem útivistarfatnaður er tískutrend um þessar mundir auk þess kólnað hefur verulega í veðri.

„Við lítum á London og Bretland sem lykilmarkaði fyrir okkur. London er leiðandi á svo margan hátt þegar kemur að verslun og tísku,“ segir Helgi en hann vonar að 66°Norður komi til með að hafa langvarandi áhrif á verslunarumhverfið í London.

Greinarhöfundur tekur fram að fatnaðurinn í versluninni sé ekki ódýr, en sé þó gerður til að endast. Helgi segir íslenskt veðurfar eiga sinn þátt í gæðunum.

„Það er ekkert hægt að slaka á kröfunum þegar þú ert að búa til fatnað fyrir íslenska sjómenn og björgunarsveitarfólk. Efnið er það sem skilur að líf og dauða.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.