Fullveldið er hjá þjóðinni Katrín Oddsdóttir skrifar 1. desember 2022 12:00 - Opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu Góðir landsmenn. Til hamingju með fullveldisdaginn, 1. desember. Ísland varð fullvalda ríki 1918. Því hefur verið fagnað árlega ávallt síðan. Svo er það fullveldi þjóðarinnar, fullveldi fólksins í landinu. Þar sem er fulltrúalýðræði þarf að minnast þess á hverjum degi að allt vald stafar frá þjóðinni. Enginn fer með opinbert pólitískt vald á Íslandi nema í umboði kjósenda. Í því ljósi er það þjóðin sem er fullvalda. Hún á lokaorðið í grundvallarmálum samfélagsins. Stjórnarskrárferli hófst á Íslandi upp úr hruni bankanna árið 2008, hruni sem einnig var siðferðilegt og pólitískt. Stjórnmálastéttin stóð uppi rúin trausti og fjármálakerfið í rúst. Ísland varð alræmt um allan heim. Stjórnarskrárferlið vakti hins vegar athygli og aðdáun umheimsins, og gerir enn. Það fæddi af sér tillögu að nýrri stjórnarskrá, skjal sem án efa verður talið eitt hið merkasta í sögu landsins. Alþingi óskaði sjálft eftir stjórnarskrártillögunni á grundvelli Þjóðfundarins 2010 og lagði hana svo í dóm þjóðarinnar. Þjóðin samþykkti 20. október 2012, með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að sú tillaga skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Tíu ár eru frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána en úrslit kosningarinnar hafa enn ekki verið virt. Slíkt má ekki að gerast í lýðræðisríki. Í íslensku samfélagi og stjórnmálum eru öfl sem standa gegn fullveldisrétti þjóðarinnar og önnur sem heykjast á að verja hann. Sagan af því hvernig reynt hefur verið að koma í veg fyrir að fólkið í landinu eignaðist sína eigin stjórnarskrá er orðin raunalega löng og ljót. Hún ber íslenskum ráðamönnum, stjórnmálamenningu landsins og stjórnsýslu ófagurt vitni og undirstrikar þörfina á að skipta út bráðabirgðastjórnarskránni frá 1944 fyrir nútímalega og lýðræðislega stjórnarskrá. Frá Þjóðfundi árið 2010.Aðsend Stjórnarskrárfélagið heitir á fólkið í landinu að fylkja sér að baki þeim sem berjast fyrir nýju stjórnarskránni og eru reiðubúin að verja og sækja fullveldisrétt þjóðarinnar. Í orði og í verki og án þess að hika. Í lýðræðisríki á ekki og má ekki gefa eftir fullveldi þjóðarinnar. Lýðræðislegar grundvallarreglur verður að virða, alltaf og afdráttarlaust. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Nýtilkynnt áform forsætisráðherra um að ljúka málinu í samráði við almenning á næsta ári geta skilað árangri ef unnið er af heilindum. Í því felst að vinna með þær tillögur sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðafgreiðslu að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Fullfrágengnar yrðu þær síðan enn lagðar í dóm kjósenda. Víkjum sérhagsmunum og andlýðræðislegum stjórnarháttum til hliðar og lögfestum nýju stjórnarskrána með lýðræði og lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi. Minnumst svo á hverju ári fullveldis þjóðarinnar, stjórnarskrárdagsins, 20. október. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Ingólfur Hermannsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson, Þórir Baldursson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
- Opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu Góðir landsmenn. Til hamingju með fullveldisdaginn, 1. desember. Ísland varð fullvalda ríki 1918. Því hefur verið fagnað árlega ávallt síðan. Svo er það fullveldi þjóðarinnar, fullveldi fólksins í landinu. Þar sem er fulltrúalýðræði þarf að minnast þess á hverjum degi að allt vald stafar frá þjóðinni. Enginn fer með opinbert pólitískt vald á Íslandi nema í umboði kjósenda. Í því ljósi er það þjóðin sem er fullvalda. Hún á lokaorðið í grundvallarmálum samfélagsins. Stjórnarskrárferli hófst á Íslandi upp úr hruni bankanna árið 2008, hruni sem einnig var siðferðilegt og pólitískt. Stjórnmálastéttin stóð uppi rúin trausti og fjármálakerfið í rúst. Ísland varð alræmt um allan heim. Stjórnarskrárferlið vakti hins vegar athygli og aðdáun umheimsins, og gerir enn. Það fæddi af sér tillögu að nýrri stjórnarskrá, skjal sem án efa verður talið eitt hið merkasta í sögu landsins. Alþingi óskaði sjálft eftir stjórnarskrártillögunni á grundvelli Þjóðfundarins 2010 og lagði hana svo í dóm þjóðarinnar. Þjóðin samþykkti 20. október 2012, með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að sú tillaga skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Tíu ár eru frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána en úrslit kosningarinnar hafa enn ekki verið virt. Slíkt má ekki að gerast í lýðræðisríki. Í íslensku samfélagi og stjórnmálum eru öfl sem standa gegn fullveldisrétti þjóðarinnar og önnur sem heykjast á að verja hann. Sagan af því hvernig reynt hefur verið að koma í veg fyrir að fólkið í landinu eignaðist sína eigin stjórnarskrá er orðin raunalega löng og ljót. Hún ber íslenskum ráðamönnum, stjórnmálamenningu landsins og stjórnsýslu ófagurt vitni og undirstrikar þörfina á að skipta út bráðabirgðastjórnarskránni frá 1944 fyrir nútímalega og lýðræðislega stjórnarskrá. Frá Þjóðfundi árið 2010.Aðsend Stjórnarskrárfélagið heitir á fólkið í landinu að fylkja sér að baki þeim sem berjast fyrir nýju stjórnarskránni og eru reiðubúin að verja og sækja fullveldisrétt þjóðarinnar. Í orði og í verki og án þess að hika. Í lýðræðisríki á ekki og má ekki gefa eftir fullveldi þjóðarinnar. Lýðræðislegar grundvallarreglur verður að virða, alltaf og afdráttarlaust. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Nýtilkynnt áform forsætisráðherra um að ljúka málinu í samráði við almenning á næsta ári geta skilað árangri ef unnið er af heilindum. Í því felst að vinna með þær tillögur sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðafgreiðslu að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Fullfrágengnar yrðu þær síðan enn lagðar í dóm kjósenda. Víkjum sérhagsmunum og andlýðræðislegum stjórnarháttum til hliðar og lögfestum nýju stjórnarskrána með lýðræði og lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi. Minnumst svo á hverju ári fullveldis þjóðarinnar, stjórnarskrárdagsins, 20. október. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Ingólfur Hermannsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson, Þórir Baldursson
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun