Viðskipti innlent

Fé­lag lýta­læknisins Ágústs Birgis­sonar hagnaðist mest

Atli Ísleifsson skrifar
Úttekt Viðskiptablaðsins byggir á álögðum tekjuskatti og tryggingagjaldi samkvæmt álagningarskrá lögaðila.
Úttekt Viðskiptablaðsins byggir á álögðum tekjuskatti og tryggingagjaldi samkvæmt álagningarskrá lögaðila. Getty

Félag lýtalæknisins Ágústs Birgissonar hagnaðist um rúmlega fimmtíu milljónir króna á síðasta ári og skipar efsta sætið á lista yfir hagnað samlags- og sameignarfélaga á sviði lækninga.

Það er Viðskiptablaðið sem tók saman listann í vikunni sem nær yfir 140 félög.

Félag Óskars Jónssonar augnlæknir skipar annað sætið, en félag hans hagnaðist um 49 milljónir króna. Þá var hagnaðist félag Stefáns E. Matthíassonar, doktor í æðaskurðlækningum, um 47 milljónir króna og skipar það þriðja sætið á listanum.

Úttekt Viðskiptablaðsins byggir á álögðum tekjuskatti og tryggingagjaldi samkvæmt álagningarskrá lögaðila sem Skatturinn birti á dögunum. Athygli er vaktin á að ekki sé tekið tillit til yfirfæranlegs taps milli ára sem hægt er að draga frá skattstofni, né heldur lægra skatthlutfalli tekna af arðgreiðslum.

Hægt er að sjá úttekt Viðskiptablaðsins í heild sinni hér, en að neðan má sjá þau félög sem skipa efstu tíu sæti listans.

  1. A. Birgisson slf. - Ágúst Birgisson. Hagnaður: 51 milljón króna
  2. Vitros slf. - Óskar Jónsson. Hagnaður: 49 milljónir króna
  3. SEM lækningar slf. - Stefán E. Matthíasson Hagnaður: 47 milljónir króna.
  4. Rétt Greining slf. - Magnús Baldvinsson. Hagnaður: 45 milljónir króna
  5. Ragnar Ármannsson MD slf. - Ragnar Ármannson. Hagnaður: 43 milljónir króna
  6. Orbis slf.- Ólafur Már Björnsson. Hagnaður: 43 milljónir króna
  7. SvB slf. - Sveinbjörn Brandsson. Hagnaður: 42 milljónir króna
  8. ÍsCor slf. - Steinar Guðmundsson. Hagnaður: 42 milljónir króna
  9. Lækning BK slf. - Bjarki Kristinsson. Hagnaður: 42 milljónir króna
  10. Röntgen sf. - Magnús Baldvinsson. Hagnaður: 37 milljónir króna




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×