Viðskipti innlent

Bein út­­sending: Far­þega­spá Kefla­víkur­vallar fyrir 2023

Atli Ísleifsson skrifar
Á fundinum verður farið yfir farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2023.
Á fundinum verður farið yfir farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2023. Vísir/Vilhelm

Isavia stendur fyrir morgunfundi í dag þar sem farið verður yfir farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2023 sem og uppbyggingu og framkvæmdir sem framundan eru á flugvellinum.

Fundurinn fer fram í Norðurljósum í Hörpu og verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi að neðan. Yfirskrift fundarins er „Ábyrg uppbygging í takt við fjöldann“.

Fram kemur í tilkynningu að á fundinum verði farið yfir stefnu Isavia og áherslur félagsins í sjálfbærni kynntar.

Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 10.

Dagskrá:

  • 9:00 Ávarp - Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra.
  • 9:10 Saman náum við árangri - stefnan og flugvallarsamfélagið. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri.
  • 9:30 Ábyrg uppbygging og farþegaspá Keflavíkurflugvallar. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×