Golf

Guð­mundur Ágúst úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Angel Martinez/Getty Images

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er úr leik á Joburg Open-mótinu í golfi sem nú fer fram í Suður-Afríku. Slæmur fyrsti hringur kostaði Guðmund Ágúst en þó hann hafi leikið betur á öðrum hring þá komst hann ekki í gegnum niðurskurð.

Guðmundur Ágúst lék fyrsta hring á 77 höggum en fór annan hring mótsins á 71 höggi. Lauk hann leik á samtals sex höggum yfir pari.

Guðmundur Ágúst fékk alls fimm fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á öðrum hring mótsins. Endaði hann í 140. sæti ásamt öðrum kylfingum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.