Guðmundur Ágúst lék fyrsta hring á 77 höggum en fór annan hring mótsins á 71 höggi. Lauk hann leik á samtals sex höggum yfir pari.
Guðmundur Ágúst fékk alls fimm fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á öðrum hring mótsins. Endaði hann í 140. sæti ásamt öðrum kylfingum.