Viðskipti innlent

Ragnar Þór segir seðla­banka­stjóra ganga erinda fjár­magns­eig­enda

Jakob Bjarnar skrifar
Verkalýðsleiðtoginn Ragnar Þór velkist ekki í vafa um að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag fjármagnseigenda fyrir brjósti, fyrst og síðast.
Verkalýðsleiðtoginn Ragnar Þór velkist ekki í vafa um að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag fjármagnseigenda fyrir brjósti, fyrst og síðast. vísir/vilhelm

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur einsýnt að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti.

Eins og Vísir hefur greint frá var enn ein stýrivaxtahækkun kynnt í morgun. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent.

Ragnar Þór segir þetta skjóta skökku við sé litið til samræmdrar vísitölu neysluverðs í Evrópu og stillir dæminu upp á einfaldan hátt á Facebook-síðu sinni:

Verðbólgan í Þýskalandi er 11,6% og stýrivextir 2%.

Verðbólga á Íslandi er 6,4% (9,4% með húsnæði) og stýrivextir 6%.

Ragnar Þór bendir á að vaxtatekjur íslensku bankanna voru 72 milljarðar fyrstu 9 mánuði ársins 2021. En eru 90 milljarðar fyrstu 9 mánuði ársins 2022.

„Og hafa aukist um 18 milljarða á milli ára og aukningin stefnir í 24 milljarða á milli ára. Fyrir hverja heldur þú að Seðlabankastjóri sé að vinna?“ spyr Ragnar Þór háðslega.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×