Spenntur fyrir stærsta leiknum á ferlinum: „Algjör draumur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2022 23:01 Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, segir að leikurinn gegn Flensburg annað kvöld sé sá stærsti á ferlinum og tilhlökkunin fyrir hann sé mikil. Hann vonast til að góð frammistaða í Evrópudeildinni hjálpi sér að taka næsta skref á ferlinum. „Það er hægt að segja það. Þetta er leikur sem ég og fleiri erum búnir að bíða eftir; að mæta Flensburg hérna heima er algjör draumur,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. Valur hefur unnið báða leiki sína sína í Evrópudeildinni. Arnór var hreinlega ekki viss hvort það væri minni pressa á Valsmönnum vegna þess. „Ég held ekki. Kannski. Við erum búnir að spila tvo góða leiki gegn Ferencváros og Benedorm og ætlum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Arnór. Hann markmið Valsmanna að fara upp úr riðlinum. Fjögur af sex liðum í honum komast áfram í útsláttarkeppnina. „Fyrir keppnina var markmiðið alltaf að fara upp úr riðlinum. Við ætlum ekki bara að vera áhorfendur sem fengu að fljóta með. Stefnan er að fara í sextán liða úrslit,“ sagði Arnór. Klippa: Viðtal við Arnór Snæ Frá leiknum gegn Benedorm hefur Valur spilað þrjá leiki í Olís-deildinni og unnið þá alla. Arnór segir að það hafi gengið vel að halda einbeitingu, þrátt fyrir að leikurinn stóri gegn Flensburg hafi alltaf verið handan við hornið. „Við settum okkur bara markmið að vinna næstu þrjá deildarleiki. Það tók hugann aðeins af leiknum gegn Flensburg þótt hann hafi auðvitað verið aftast í huganum. En við tækluðum það drulluvel að pæla ekki í honum en maður er búinn að pæla mikið í honum frá því að Stjörnuleikurinn á föstudaginn kláraðist,“ sagði Arnór. Undanfarin tvö tímabil hefur Arnór verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann stefnir hátt og vonast til að góð spilamennska í Evrópudeildinni hjálpi á framabrautinni. „Já, þessi Evrópudeild er gluggi fyrir mig og aðra leikmenn til að sýna sig og sanna til að geta komist í sterkara lið. Ég lít klárlega á þessa keppni til að geta sannað sig fyrir liðum úti í heimi. En núna pæli ég bara í Val og ætla að klára allt með þeim,“ sagði Arnór að endingu. Viðtalið við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
„Það er hægt að segja það. Þetta er leikur sem ég og fleiri erum búnir að bíða eftir; að mæta Flensburg hérna heima er algjör draumur,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. Valur hefur unnið báða leiki sína sína í Evrópudeildinni. Arnór var hreinlega ekki viss hvort það væri minni pressa á Valsmönnum vegna þess. „Ég held ekki. Kannski. Við erum búnir að spila tvo góða leiki gegn Ferencváros og Benedorm og ætlum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Arnór. Hann markmið Valsmanna að fara upp úr riðlinum. Fjögur af sex liðum í honum komast áfram í útsláttarkeppnina. „Fyrir keppnina var markmiðið alltaf að fara upp úr riðlinum. Við ætlum ekki bara að vera áhorfendur sem fengu að fljóta með. Stefnan er að fara í sextán liða úrslit,“ sagði Arnór. Klippa: Viðtal við Arnór Snæ Frá leiknum gegn Benedorm hefur Valur spilað þrjá leiki í Olís-deildinni og unnið þá alla. Arnór segir að það hafi gengið vel að halda einbeitingu, þrátt fyrir að leikurinn stóri gegn Flensburg hafi alltaf verið handan við hornið. „Við settum okkur bara markmið að vinna næstu þrjá deildarleiki. Það tók hugann aðeins af leiknum gegn Flensburg þótt hann hafi auðvitað verið aftast í huganum. En við tækluðum það drulluvel að pæla ekki í honum en maður er búinn að pæla mikið í honum frá því að Stjörnuleikurinn á föstudaginn kláraðist,“ sagði Arnór. Undanfarin tvö tímabil hefur Arnór verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann stefnir hátt og vonast til að góð spilamennska í Evrópudeildinni hjálpi á framabrautinni. „Já, þessi Evrópudeild er gluggi fyrir mig og aðra leikmenn til að sýna sig og sanna til að geta komist í sterkara lið. Ég lít klárlega á þessa keppni til að geta sannað sig fyrir liðum úti í heimi. En núna pæli ég bara í Val og ætla að klára allt með þeim,“ sagði Arnór að endingu. Viðtalið við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira