Fyrri leikur kvöldsins var viðureign SAGA og Ármanns. SAGA reyndist sterkari aðilinn og vann einvígið 2–0. Úrslit leikjanna voru 16–11 fyrir SAGA í Nuke og 16–12 í Ancient.
Síðar um kvöldið mættust Dusty og xatefanclub. Sú viðureign fór einnig 2–0, í þetta skiptið fyrir Dusty. Fyrst tókust liðin á í Dust 2 þar sem Dusty rústaði xatefanclub 16–2 og var niðurstaðan litu skárri í Nuke kortinu þar sem Dusty vann 16–4.
Xatefanclub er því úr leik en í kvöld klukkan 20:00 mætast Dusty og Ármann. Það liðs em ber sigur úr býtum mætir svo SAGA í úrslitunum annað kvöld.
Hægt er að fylgjast með leikjunum á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.