Rafíþróttir

BLAST forkeppnin farin af stað

Snorri Rafn Hallsson skrifar
blast

12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO.

Forkeppnin er útsláttarmót þar sem það lið sem stendur eitt eftir vinnur sér inn þátttökurétt í næstu undankeppni. Í hverri viðureign eru leiknir þrír leikir og það lið sem fyrr vinnur tvo þeirra vinnur einvígið. Tapi lið 2 leikjum í mótinu er það úr leik.

Mótið hófst á mánudaginn þegar og voru úrslitin eftirfarandi:

 • Viðstöðu 2 – 1 Fylkir
 • LAVA 1 – 2 –REJECTS–
 • SAGA 2 – 1 TEN5ION
 • Breiðablik 0 – 2 xatefanclub

Lið Viðstöðu, –REJECTS–, SAGA og xatefanclub héldu svo áfram leik í gær, en gengi liðanna sem hafa att kappi á toppi Ljósleiðaradeildarinnar í vetur, Dusty og Þórs kom mest á óvart:

 • Atlantic Esports 2 – 0 Viðstöðu
 • Ármann 2 – 1 –REJECTS-
 • Dusty 0 – 2 SAGA
 • Þór 0 – 2 xatefanclub

Mótið heldur áfram annað kvöld, 17. nóvember, og fara leikirnir fram klukkan 20:00. Dagskráin er eftirfarandi, en þau lið sem lúta í lægra haldi á morgun eru úr leik:

 • Þór – Fylkir
 • Dusty – LAVA
 • –REJECTS– – TEN5ION
 • Viðstöðu – Breiðablik

Hægt er að fylgjast með mótinu á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.