Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Bjarki Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2022 13:49 Musk leyfir fólkinu að ráða hvort Trump snúi aftur. Getty/Taylor Hill Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. Donald Trump var bannaður á Twitter í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar á síðasta ári. Trump var með yfir 88 milljónir fylgjenda þegar aðgangi hans var lokað. Trump fór í mál við Twitter vegna bannsins og sakaði hann samfélagsmiðilinn um ritskoðun. Þá vildi hann meina að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði í kjölfar bannsins sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social. Elon Musk hefur ávallt talað um Twitter sem stað þar sem er fullt tjáningarfrelsi. Hann vildi stoppa miðilinn frá því að banna fólk sem ekki væri með rétttrúnaðarskoðanir. Í kjölfar þess að Musk keypti miðilinn hefur hann verið að aflétta banni einstaklinga á miðlinum. Heilaga gralið, Donald Trump, er þó enn eftir og fá notendur Twitter að kjósa um hvort hann fái að snúa aftur. Reinstate former President Trump— Elon Musk (@elonmusk) November 19, 2022 Kosningin hófst klukkan 47 mínútur yfir miðnætti í gærnótt og hafa þegar þetta er skrifað rúmlega 10,2 milljónir notenda kosið. 52,3 prósent vilja að Trump fái að snúa aftur en 47,7 prósent vilja að banninu verði ekki aflétt. Undir kosninguna skrifaði Musk „Vox Populi, Vox Dei“ sem á íslensku þýðir: Rödd fólksins, rödd Guðs. Enn eru ellefu klukkutíma eftir af kosningunni og líklegt þykir að Musk muni taka ákvörðun um Trumo út frá niðurstöðu hennar. Bandaríkin Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Donald Trump var bannaður á Twitter í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar á síðasta ári. Trump var með yfir 88 milljónir fylgjenda þegar aðgangi hans var lokað. Trump fór í mál við Twitter vegna bannsins og sakaði hann samfélagsmiðilinn um ritskoðun. Þá vildi hann meina að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði í kjölfar bannsins sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social. Elon Musk hefur ávallt talað um Twitter sem stað þar sem er fullt tjáningarfrelsi. Hann vildi stoppa miðilinn frá því að banna fólk sem ekki væri með rétttrúnaðarskoðanir. Í kjölfar þess að Musk keypti miðilinn hefur hann verið að aflétta banni einstaklinga á miðlinum. Heilaga gralið, Donald Trump, er þó enn eftir og fá notendur Twitter að kjósa um hvort hann fái að snúa aftur. Reinstate former President Trump— Elon Musk (@elonmusk) November 19, 2022 Kosningin hófst klukkan 47 mínútur yfir miðnætti í gærnótt og hafa þegar þetta er skrifað rúmlega 10,2 milljónir notenda kosið. 52,3 prósent vilja að Trump fái að snúa aftur en 47,7 prósent vilja að banninu verði ekki aflétt. Undir kosninguna skrifaði Musk „Vox Populi, Vox Dei“ sem á íslensku þýðir: Rödd fólksins, rödd Guðs. Enn eru ellefu klukkutíma eftir af kosningunni og líklegt þykir að Musk muni taka ákvörðun um Trumo út frá niðurstöðu hennar.
Bandaríkin Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira