Viðskipti innlent

Þor­steinn Skúli nýr að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri SFV

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri SFV.
Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri SFV.

Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Þorsteinn hefur þegar hafið störf. 

Þorsteinn starfaði áður sem lögfræðingur hjá stéttarfélaginu Sameyki og þar áður sem sérfræðingur á kjaramálasviði VR. Hann er með B.A.-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistarapróf í lögfræði frá sama skóla. 

„Það er mikill fengur fyrir samtökin að fá Þorstein Skúla til liðs við okkur. Hann hefur víðtæka reynslu af almannaþjónustu og kjaramálum, sem mun reynast vel í þeim verkefnum sem framundan eru. Má þar nefna komandi kjaraviðræður, þar sem Þorsteinn verður formaður samninganefndar SFV,“ er haft eftir Sigurjóni N. Kjærnested, framkvæmdastjóra SFV, í tilkynningu. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.