Í tilkynningu frá Kviku kemur fram að Magnús Þór hafi verið ráðinn á skrifstofu forstjóra. Hann kemur frá Landsvirkjun þar sem hann var forstöðumaður samskipta í ellefu ár.
Áður starfaði Magnús Þór sem skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg og aðstoðarmaður borgarstjóra. Einnig var hann um skeið framvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi.
Magnús Þór er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur meðfram vinnu lagt stund á MBM-framhaldsnám með áherslu á stjórnun og stefnumótun við sama skóla.