Logi Geirs valdi íslenska landsliðshópinn fyrir HM: „Spennandi tímar fram undan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 11:30 Logi Geirsson var í stuði í Seinni bylgjunni í gær. S2 Sport Seinni bylgjan var á dagskránni í gær og þar var ekki bara fjallað um Olís deild karla í handbolta. Það styttist í heimsmeistaramótið 2023 þar sem íslenska landsliðið ætlar sér stóra hluti. Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar hefur sínar skoðanir á íslenska landsliðinu þar sem hann lék sjálfur svo lengi stórt hlutverk. „Logi, þú ert búinn að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Það styttist heldur betur í HM og það eru allir að pæla í HM. Íslenska landsliðið lítur vel út því leikmenn sem eru að spila í Evrópu eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég man ekki eftir því að svona margir leikmenn hafi verið að spila svona vel og komnir með svo stór hlutverk í góðum liðum. Það er mjög bjart fram undan,“ sagði Logi Geirsson. „Reglan sem ég setti fyrir þig. Nítján manna hópur og við ætlum að setja sextán leikmenn á leikskýrslu en skiljum þrjá eftir upp í stúku. Logi er eins og þjálfari íslenska landsliðsins í þessum þætti og er búinn að velja liðið,“ sagði Stefán Árni. Logi velur meðal annars Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn en þessi skemmtilegi vinstri hornamaður hefur heillað Loga mikið. „Hann er löngu búinn að sýna mér, bara í Evrópukeppninni og svona sem og á síðasta ári, að hann er alveg tilbúinn í þetta og miklu meira en það,“ sagði Logi. „Það má ekki gleyma því að Bjarki [Már Elísson] spilar í horninu í landsliðinu en getur ekki bjargað lífi sínu í bakverðinum [í vörninni] á meðan Stiven getur leyst það af og hvílt þar og fengið til dæmis miðjumanninn Gísla til þess að spila horn í vörn,“ sagði Logi. „Svona leikmenn geta búið til alveg ótrúlega dýnamík og séð til þess að við getum keyrt enn þá hraðar. Við þurfum þá ekki að skipta neitt,“ sagði Logi. „Þú ert að taka Óðinn Þór Ríkharðsson sem er á eldi með Kadetten Schaffhausen,“ sagði Stefán. „Ég held að það sé ekki hægt að skora meira en hann skoraði þrettán mörk í síðasta leik. Það eru svo spennandi tímar fram undan og margir að spila vel. Þá er bara erfitt að velja þetta,“ sagði Logi. Hér fyrir neðan má sjá hópinn hans Loga, rökstuðnings hans og umræðu um leikmennina og liðið úr Seinni bylgjunni í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirs valdi landsliðshópinn á HM 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar hefur sínar skoðanir á íslenska landsliðinu þar sem hann lék sjálfur svo lengi stórt hlutverk. „Logi, þú ert búinn að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Það styttist heldur betur í HM og það eru allir að pæla í HM. Íslenska landsliðið lítur vel út því leikmenn sem eru að spila í Evrópu eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég man ekki eftir því að svona margir leikmenn hafi verið að spila svona vel og komnir með svo stór hlutverk í góðum liðum. Það er mjög bjart fram undan,“ sagði Logi Geirsson. „Reglan sem ég setti fyrir þig. Nítján manna hópur og við ætlum að setja sextán leikmenn á leikskýrslu en skiljum þrjá eftir upp í stúku. Logi er eins og þjálfari íslenska landsliðsins í þessum þætti og er búinn að velja liðið,“ sagði Stefán Árni. Logi velur meðal annars Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn en þessi skemmtilegi vinstri hornamaður hefur heillað Loga mikið. „Hann er löngu búinn að sýna mér, bara í Evrópukeppninni og svona sem og á síðasta ári, að hann er alveg tilbúinn í þetta og miklu meira en það,“ sagði Logi. „Það má ekki gleyma því að Bjarki [Már Elísson] spilar í horninu í landsliðinu en getur ekki bjargað lífi sínu í bakverðinum [í vörninni] á meðan Stiven getur leyst það af og hvílt þar og fengið til dæmis miðjumanninn Gísla til þess að spila horn í vörn,“ sagði Logi. „Svona leikmenn geta búið til alveg ótrúlega dýnamík og séð til þess að við getum keyrt enn þá hraðar. Við þurfum þá ekki að skipta neitt,“ sagði Logi. „Þú ert að taka Óðinn Þór Ríkharðsson sem er á eldi með Kadetten Schaffhausen,“ sagði Stefán. „Ég held að það sé ekki hægt að skora meira en hann skoraði þrettán mörk í síðasta leik. Það eru svo spennandi tímar fram undan og margir að spila vel. Þá er bara erfitt að velja þetta,“ sagði Logi. Hér fyrir neðan má sjá hópinn hans Loga, rökstuðnings hans og umræðu um leikmennina og liðið úr Seinni bylgjunni í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirs valdi landsliðshópinn á HM 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira