Körfubolti

„Hann er fá­rán­lega ungur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hversu góður getur þessi orðið?
Hversu góður getur þessi orðið? Christian Petersen/Getty Images

„Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýndur var í gær, mánudag. Gæði Luka Dončić voru til umræðu sem og hvort Austrið væri sterkara en Vestrið, hvort töp ungra leikmanna snemma á ferlinum væru slæm og að endingu hvort NBA deildin hefði einhvern tímann verið jafn opin og í dag.

Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni. Fyrsta spurningin var svo hljóðandi: 

Luka Dončić mun enda ferilinn sem einn af bestu tíu leikmönnum í sögu NBA?

Svar Sigurðar Orra var stutt og laggott en hann benti á að bestu leikmenn í sögu deildarinnar hefðu hið minnsta þurft að landa tveimur titlum til að komast vera taldir meðal bestu tíu leikmanna í sögu NBA.Í kjölfarið myndaðist mikil umræða um hvaða tíu leikmenn væru á listanum nú þegar.

„Hann er náttúrulega bara 23 ára, hann er fáránlega ungur,“ sagði Kjartan Atli um möguleika Dončić. Hann spurði svo bæði Sigurð Orra og Tómas hvort þeir teldu að Slóveninn yrði hjá Dallas út ferilinn í NBA.

Austrið er loksins orðið sterkara en vestrið?

„Var það vona næstum í fyrra,“ sagði Tómas og bætti við „Austrið á tvö bestu liðin núna.“

Þá var spurt hvort „endalaus töp leikmanna snemma á ferli þeirra væru slæm“ og hvort „NBA deildin hefði einhvern tímann verið jafn opin og hún er í ár.“ Svörin má finna í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða JáFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.