Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 12:05 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi fer yfir skýrslu stofnunarinnar með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í dag. Vísir Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í morgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla í gær. Bankasýsla ríkisins sá um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í lokuðu útboði til svokallaðra hæfra fjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Eftir mikla gagnrýni í samfélaginu á framkvæmd sölunnar ákvað fjármálaráðherra að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á ferlinu. Upphaflega stóð til að skýrslan yrði tilbúin í júní á þessu ári en henni var ítrekað frestað. Í skýrslunni sem telur 72 blaðsíður og er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu kemur meðal annars fram standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar á Íslandsbanka. Upplýsingagjöf Bankasýslu og fjármála-og efnahagsráðuneytis til Alþingis um söluferlið hafi verið gölluð. Ekki hafi verið gerðar tilhlýðilegar kröfur til hæfni söluaðila og vegna annmarka á framkvæmdinni hafi eftirspurn eftir bréfum verið vanmetin þegar lokaverð bréfa var ákveðið. Ráðgjafar Bankasýslunnar hafi af ótta við að erlendir fjárfestar féllu frá þátttöku í útboðinu lagt til að gengið yrði ekki hærra en 117 krónur á hlut. Ríkisendurskoðun telur að verðmyndun í ferlinu hafi gefið tilefni til að ákvarða hærra leiðbeinandi lokaverð. Vanmat á eftirspurn kunni að hafa haft áhrif á niðurstöðu útboðsins og skaðaða hagsmuni ríkissjóðs. Bankasýslan hafi brotið lög 155/2012 Bankasýslan hafi lagt til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði til að ná fram öðrum markmiðum en stofnunnni hafi borið samkvæmt lögum nr 155/2012 eða að ná fram hæsta verði. Með öðrum orðum að Bankasýslan hafi farið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun er þarna að vísa til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem kemur fram að leita eigi hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti ríkisins í fjármálastofnunum. Fram kemur að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til orðsporsáhættu, eða gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Þá hafi jafnræði fjárfesta ekki verið tryggt. Þá kemur fram að tilboðsfyrirkomulagið sem var notað við söluna falli ekki vel að endurskoðun og prófun eins og ákvarðanir stjórnvalda þurfi jafnana að gera en í svörum Bankasýlsunnar um það var ferlinu fremur líkt við list en vísindi. Ríkisendurskoðandi baðst undan viðtali fyrir hádegisfréttir þar til hann væri búinn að gefa stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis skýrslu í dag. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í morgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla í gær. Bankasýsla ríkisins sá um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í lokuðu útboði til svokallaðra hæfra fjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Eftir mikla gagnrýni í samfélaginu á framkvæmd sölunnar ákvað fjármálaráðherra að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á ferlinu. Upphaflega stóð til að skýrslan yrði tilbúin í júní á þessu ári en henni var ítrekað frestað. Í skýrslunni sem telur 72 blaðsíður og er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu kemur meðal annars fram standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar á Íslandsbanka. Upplýsingagjöf Bankasýslu og fjármála-og efnahagsráðuneytis til Alþingis um söluferlið hafi verið gölluð. Ekki hafi verið gerðar tilhlýðilegar kröfur til hæfni söluaðila og vegna annmarka á framkvæmdinni hafi eftirspurn eftir bréfum verið vanmetin þegar lokaverð bréfa var ákveðið. Ráðgjafar Bankasýslunnar hafi af ótta við að erlendir fjárfestar féllu frá þátttöku í útboðinu lagt til að gengið yrði ekki hærra en 117 krónur á hlut. Ríkisendurskoðun telur að verðmyndun í ferlinu hafi gefið tilefni til að ákvarða hærra leiðbeinandi lokaverð. Vanmat á eftirspurn kunni að hafa haft áhrif á niðurstöðu útboðsins og skaðaða hagsmuni ríkissjóðs. Bankasýslan hafi brotið lög 155/2012 Bankasýslan hafi lagt til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði til að ná fram öðrum markmiðum en stofnunnni hafi borið samkvæmt lögum nr 155/2012 eða að ná fram hæsta verði. Með öðrum orðum að Bankasýslan hafi farið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun er þarna að vísa til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem kemur fram að leita eigi hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti ríkisins í fjármálastofnunum. Fram kemur að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til orðsporsáhættu, eða gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Þá hafi jafnræði fjárfesta ekki verið tryggt. Þá kemur fram að tilboðsfyrirkomulagið sem var notað við söluna falli ekki vel að endurskoðun og prófun eins og ákvarðanir stjórnvalda þurfi jafnana að gera en í svörum Bankasýlsunnar um það var ferlinu fremur líkt við list en vísindi. Ríkisendurskoðandi baðst undan viðtali fyrir hádegisfréttir þar til hann væri búinn að gefa stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis skýrslu í dag.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira