Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 22:10 Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. Ísland tapaði með þriggja stiga mun, 85-88, gegn Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn var nokkuð vel spilaður hjá íslenska liðinu, sérstaklega ef horft er til þess að Martin Hermannsson - einn albesti körfuboltamaður landsins - er frá vegna meiðsla. Dómgæslan undir lok leiks var heldur skrautleg og þó leikmenn liðsins hafi talað um að þetta hafi einfaldlega ekki fallið með Íslandi í kvöld þá voru sérfræðingarnir Benedikt og Matthías Orri Sigurðsson á öðru máli. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ásamt því að segja að um skandal væri að ræða þá þakkaði Benedikt fyrir að vera í setti á RÚV þar sem hann hefði eflaust strunsað á eftir dómurum leiksins hefði hann verið áhorfandi. Það atvik sem um er ræðir var undir lok leiks þegar Sigtryggur Arnar Björnsson er að fara í þriggja stiga skot brotið er á honum. Dómarinn dæmir hins vegar ekki þrjú vítaskot þar sem hann sagði að Sigtryggur Arnar væri að fara gefa boltann, eitthvað sem hvert mannsbarn sá að var alls ekki að fara gerast enda enginn Íslendingur til að gefa á miðað við hvernig Sigtryggur Arnar stóð. Eldræðu Benedikts má sjá hér að neðan. Benni Guðmunds er algjörlega brjálaður. Þetta er algjör skandall. pic.twitter.com/TOIoKgOvOo— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland á þó enn möguleika á að komast á HM 2023 en liðið þarf að byrja á að vinna Úkraínu á mánudag. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Ísland tapaði með þriggja stiga mun, 85-88, gegn Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn var nokkuð vel spilaður hjá íslenska liðinu, sérstaklega ef horft er til þess að Martin Hermannsson - einn albesti körfuboltamaður landsins - er frá vegna meiðsla. Dómgæslan undir lok leiks var heldur skrautleg og þó leikmenn liðsins hafi talað um að þetta hafi einfaldlega ekki fallið með Íslandi í kvöld þá voru sérfræðingarnir Benedikt og Matthías Orri Sigurðsson á öðru máli. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ásamt því að segja að um skandal væri að ræða þá þakkaði Benedikt fyrir að vera í setti á RÚV þar sem hann hefði eflaust strunsað á eftir dómurum leiksins hefði hann verið áhorfandi. Það atvik sem um er ræðir var undir lok leiks þegar Sigtryggur Arnar Björnsson er að fara í þriggja stiga skot brotið er á honum. Dómarinn dæmir hins vegar ekki þrjú vítaskot þar sem hann sagði að Sigtryggur Arnar væri að fara gefa boltann, eitthvað sem hvert mannsbarn sá að var alls ekki að fara gerast enda enginn Íslendingur til að gefa á miðað við hvernig Sigtryggur Arnar stóð. Eldræðu Benedikts má sjá hér að neðan. Benni Guðmunds er algjörlega brjálaður. Þetta er algjör skandall. pic.twitter.com/TOIoKgOvOo— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland á þó enn möguleika á að komast á HM 2023 en liðið þarf að byrja á að vinna Úkraínu á mánudag.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira