Satt, hálfsatt og ósatt í umræðu um læsiskennslu á Íslandi: Hvað er læsi? Rúnar Sigþórsson skrifar 11. nóvember 2022 07:00 Læsismenntun er ofarlega á forgangslista í menntamálum flestra þjóða en að sama skapi umdeilt viðfangsefni í skólastarfi. Ísland er þar engin undantekning. Síðustu vikur hefur færst mikið líf í þessa umræðu, meðal annars með þingsályktunartillögu Flokks fólksins um að binda tiltekna kennsluaðferð í aðalnámskrá, og innleiða samhliða í alla grunnskóla landsins hugmyndafræði nýstofnaðs Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann sem ekki er búið að slíta barnsskónum. Í þessari umræðu hefur margt borið á góma; sumt af því ígrundað, annað hæpið og enn annað hreinir órar. Í þessari grein og tveimur öðrum sem fylgja munu verður brugðist, beint eða óbeint, við nokkrum þáttum í þessari umræðu. Læsi er allt umlykjandi, bæði í skólastarfi og á öðrum sviðum mannlegs samfélags. Í aðalnámskrá grunnskóla er læsi einn af grunnþáttum menntunar sem „skulu vera leiðarljós í almennri menntun“ eins og það er orðað í námskránni. Læsi er þar með hluti af því sem gerir skólann að lýðræðislegum vettvangi menntunar fyrir alla þar sem leitast er við að ryðja úr vegi hindrunum fyrir menntun og þátttöku allra nemenda. Læsi kemur enn fremur á einn eða annan hátt við sögu í flestum þáttum lykilhæfni sem tilgreindir eru í námskránni, einkum tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun og nýtingu miðla og upplýsinga. Námskráin leggur enn fremur áhersla á miðlalæsi sem lykilþátt í tæknivæddum samfélögum nútímans. Flestar alþjóðlegar skilgreiningar á lykilhæfni, svo sem frá OECD og alþjóðastofnunum á borð við UNESCO, leggja einnig áherslu á læsi og þýðingu þess fyrir farsæld einstaklinga og samfélaga, lýðræði, félagslega þátttöku og mannréttindi. Sá tími er að flestra dómi liðinn að hægt sé að líta á læsi fyrst og fremst eða jafnvel eingöngu sem hugræna færni sem felst í að átta sig á tengslum bókstafa og hljóða til að geta lesið texta hratt og af öryggi. Yfirleitt er þetta kallað umskráning. Um mikilvægi þessa þáttar er þó í sjálfu sér enginn ágreiningur meðal læsisfræðinga enda þótt þá greini á um hvernig best sé að standa að námi og kennslu í þessum þætti læsis. En þótt hin tæknilega færni sé nauðsynleg dugar hún skammt ein og sér og það er varasöm einföldun að líta svo á að hún nægi til að kveða upp þann úrskurð að einhver sé læs, hvað þá fulllæs. Þess í stað líta nú miklu fleiri á læsi sem félagsmenningarlegt fyrirbæri sem er vissulega háð hugrænni færni en jafnframt háð félagslegum og menningarlegum bakgrunni einstaklinga og fjölskyldna. Síðast en ekki síst er læsi háð sjálfsmynd þeirra sem lesa og þeirri þýðingu sem þeir telja læsi hafa fyrir sig sem einstaklinga. Í íslensku aðalnámskránni er læsi litið svipuðum augum. Þar er tekið fram að enda þótt læsi sé vissulega háð hugrænni og tæknilegri færni sé það ekki hæfni sem hægt er að öðlast í eitt skipti fyrir öll; þess í stað sé það ævilangt ferli, félagslegt í eðli sínu, snúist um sköpun og miðlun merkingar og eigi sér aldrei stað í tómarúmi eða óháð stað og stund og bakgrunni þess sem les eða skrifar (sjá ítarlegri umfjöllun í bók Rósu Eggertsdóttir Hið ljúfa læsi: Handbók um læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema, útgefin af höfundi 2019). Eitt af því sem kynt hefur undir umræðu um læsiskennslu í íslenskum skólum er frammistaða 15 ára unglinga á PISA-prófunum sem lögð hafa verið fyrir á þriggja ára fresti síðan árið 2000. Segja má að frammistöðu íslenskra nemenda í lesskilningi hafi hrakað jafnt og þétt á þessu tímabili. Frammistaðan 2012 varð tilefni Hvítbókar þáverandi menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, og læsisátaks meðal þjóðarinnar sem hleypt var af stokkunum 2015. Það virðist nú fallið í gleymsku og dá enda þótt lesa megi þróun í sömu átt út úr PISA-prófinu 2018. Í niðurstöðum PISA-prófanna hallar áberandi á drengi sem hefur orðið kveikja þeirrar lífseigu möntru að þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns. Í íslensku skýrslunni um PISA-prófin 2018 er lesskilningur skilgreindur þannig að hann snúist um „hæfni til að skilja, nota, meta, ígrunda og ástunda lestur á texta í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum, þroska þekkingu sína og hæfileika, og að taka þátt í samfélaginu“ (bls. 14). Lesskilningur, segir í skýrslunni, kemur að gagni á mörgum sviðum í lífinu: „Í formlegu námi, vinnu, ævimenntun og í virkri borgaralegri þátttöku … stuðlar að aukinni farsæld … og í persónulegum þroska … gerir nemendum kleift að lesa sér til sívaxandi þekkingar og færni út lífið (bls. 15). Sú skilgreining sem þarna liggur til grundvallar sver sig augljóslega í þá ætt sem lýst var hér að framan um eðli læsis. Samt bregður svo við að umræðan um viðbrögð skólakerfisins beinist svo að segja öll að lestrarkennslu í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla og að þeirri tæknilegu færni sem felst í að læra að umskrá – það er að segja að átta sig á samhengi stafa og hljóða (ég veigra mér við málblóminu „að brjóta kóðann“) – til að geta lesið merkingarlitlar orðarunur á borð við: „Afi á ís“. Aftur á móti heyrist fátt um rök fyrir samhenginu milli slíks yfirborðslestrar og þess djúplestrar sem felst í skilgreiningu PISA. Það verður heldur ekki betur séð en að þeir sem kynda undir þessari umræðu skili auðu varðandi læsiskennslu á mið- og unglingstigi grunnskóla og setji samasemmerki milli slakrar frammistöðu á PISA og slakrar færni í umskráningu. Það verður að telja í meira lagi vafasamt. Læsi er flókin hæfni sett er saman úr mögum þáttum og mörgu háð. Þróun læsiskennslu í grunnskólum þarf einnig að byggjast á mörgum þáttum: Einn af þeim er vissulega lestrarkennsla yngstu barnanna en það er fráleitt að halda að henni geti lokið þar og í besta falli hálfsannleikur að halda því fram að börn geti orðið „fulllæs“ í 2. bekk. Það er þvert á móti ævilangt viðfangsefni að verða fullæs og byggist á því að ástunda alla þætti læsis: textalestur, hlustun og tjáningu í rituðu sem töluðu máli. Á því þarf að byggja læsismenntun í íslenskum skólum – ekki bara til að verða góð á PISA heldur til þess að stuðla að farsæld barna og fullorðinna og farsælli þróun samfélaga. Höfundur er prófessor emeritus við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Grunnskólar Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Læsismenntun er ofarlega á forgangslista í menntamálum flestra þjóða en að sama skapi umdeilt viðfangsefni í skólastarfi. Ísland er þar engin undantekning. Síðustu vikur hefur færst mikið líf í þessa umræðu, meðal annars með þingsályktunartillögu Flokks fólksins um að binda tiltekna kennsluaðferð í aðalnámskrá, og innleiða samhliða í alla grunnskóla landsins hugmyndafræði nýstofnaðs Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann sem ekki er búið að slíta barnsskónum. Í þessari umræðu hefur margt borið á góma; sumt af því ígrundað, annað hæpið og enn annað hreinir órar. Í þessari grein og tveimur öðrum sem fylgja munu verður brugðist, beint eða óbeint, við nokkrum þáttum í þessari umræðu. Læsi er allt umlykjandi, bæði í skólastarfi og á öðrum sviðum mannlegs samfélags. Í aðalnámskrá grunnskóla er læsi einn af grunnþáttum menntunar sem „skulu vera leiðarljós í almennri menntun“ eins og það er orðað í námskránni. Læsi er þar með hluti af því sem gerir skólann að lýðræðislegum vettvangi menntunar fyrir alla þar sem leitast er við að ryðja úr vegi hindrunum fyrir menntun og þátttöku allra nemenda. Læsi kemur enn fremur á einn eða annan hátt við sögu í flestum þáttum lykilhæfni sem tilgreindir eru í námskránni, einkum tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun og nýtingu miðla og upplýsinga. Námskráin leggur enn fremur áhersla á miðlalæsi sem lykilþátt í tæknivæddum samfélögum nútímans. Flestar alþjóðlegar skilgreiningar á lykilhæfni, svo sem frá OECD og alþjóðastofnunum á borð við UNESCO, leggja einnig áherslu á læsi og þýðingu þess fyrir farsæld einstaklinga og samfélaga, lýðræði, félagslega þátttöku og mannréttindi. Sá tími er að flestra dómi liðinn að hægt sé að líta á læsi fyrst og fremst eða jafnvel eingöngu sem hugræna færni sem felst í að átta sig á tengslum bókstafa og hljóða til að geta lesið texta hratt og af öryggi. Yfirleitt er þetta kallað umskráning. Um mikilvægi þessa þáttar er þó í sjálfu sér enginn ágreiningur meðal læsisfræðinga enda þótt þá greini á um hvernig best sé að standa að námi og kennslu í þessum þætti læsis. En þótt hin tæknilega færni sé nauðsynleg dugar hún skammt ein og sér og það er varasöm einföldun að líta svo á að hún nægi til að kveða upp þann úrskurð að einhver sé læs, hvað þá fulllæs. Þess í stað líta nú miklu fleiri á læsi sem félagsmenningarlegt fyrirbæri sem er vissulega háð hugrænni færni en jafnframt háð félagslegum og menningarlegum bakgrunni einstaklinga og fjölskyldna. Síðast en ekki síst er læsi háð sjálfsmynd þeirra sem lesa og þeirri þýðingu sem þeir telja læsi hafa fyrir sig sem einstaklinga. Í íslensku aðalnámskránni er læsi litið svipuðum augum. Þar er tekið fram að enda þótt læsi sé vissulega háð hugrænni og tæknilegri færni sé það ekki hæfni sem hægt er að öðlast í eitt skipti fyrir öll; þess í stað sé það ævilangt ferli, félagslegt í eðli sínu, snúist um sköpun og miðlun merkingar og eigi sér aldrei stað í tómarúmi eða óháð stað og stund og bakgrunni þess sem les eða skrifar (sjá ítarlegri umfjöllun í bók Rósu Eggertsdóttir Hið ljúfa læsi: Handbók um læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema, útgefin af höfundi 2019). Eitt af því sem kynt hefur undir umræðu um læsiskennslu í íslenskum skólum er frammistaða 15 ára unglinga á PISA-prófunum sem lögð hafa verið fyrir á þriggja ára fresti síðan árið 2000. Segja má að frammistöðu íslenskra nemenda í lesskilningi hafi hrakað jafnt og þétt á þessu tímabili. Frammistaðan 2012 varð tilefni Hvítbókar þáverandi menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, og læsisátaks meðal þjóðarinnar sem hleypt var af stokkunum 2015. Það virðist nú fallið í gleymsku og dá enda þótt lesa megi þróun í sömu átt út úr PISA-prófinu 2018. Í niðurstöðum PISA-prófanna hallar áberandi á drengi sem hefur orðið kveikja þeirrar lífseigu möntru að þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns. Í íslensku skýrslunni um PISA-prófin 2018 er lesskilningur skilgreindur þannig að hann snúist um „hæfni til að skilja, nota, meta, ígrunda og ástunda lestur á texta í þeim tilgangi að ná markmiðum sínum, þroska þekkingu sína og hæfileika, og að taka þátt í samfélaginu“ (bls. 14). Lesskilningur, segir í skýrslunni, kemur að gagni á mörgum sviðum í lífinu: „Í formlegu námi, vinnu, ævimenntun og í virkri borgaralegri þátttöku … stuðlar að aukinni farsæld … og í persónulegum þroska … gerir nemendum kleift að lesa sér til sívaxandi þekkingar og færni út lífið (bls. 15). Sú skilgreining sem þarna liggur til grundvallar sver sig augljóslega í þá ætt sem lýst var hér að framan um eðli læsis. Samt bregður svo við að umræðan um viðbrögð skólakerfisins beinist svo að segja öll að lestrarkennslu í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla og að þeirri tæknilegu færni sem felst í að læra að umskrá – það er að segja að átta sig á samhengi stafa og hljóða (ég veigra mér við málblóminu „að brjóta kóðann“) – til að geta lesið merkingarlitlar orðarunur á borð við: „Afi á ís“. Aftur á móti heyrist fátt um rök fyrir samhenginu milli slíks yfirborðslestrar og þess djúplestrar sem felst í skilgreiningu PISA. Það verður heldur ekki betur séð en að þeir sem kynda undir þessari umræðu skili auðu varðandi læsiskennslu á mið- og unglingstigi grunnskóla og setji samasemmerki milli slakrar frammistöðu á PISA og slakrar færni í umskráningu. Það verður að telja í meira lagi vafasamt. Læsi er flókin hæfni sett er saman úr mögum þáttum og mörgu háð. Þróun læsiskennslu í grunnskólum þarf einnig að byggjast á mörgum þáttum: Einn af þeim er vissulega lestrarkennsla yngstu barnanna en það er fráleitt að halda að henni geti lokið þar og í besta falli hálfsannleikur að halda því fram að börn geti orðið „fulllæs“ í 2. bekk. Það er þvert á móti ævilangt viðfangsefni að verða fullæs og byggist á því að ástunda alla þætti læsis: textalestur, hlustun og tjáningu í rituðu sem töluðu máli. Á því þarf að byggja læsismenntun í íslenskum skólum – ekki bara til að verða góð á PISA heldur til þess að stuðla að farsæld barna og fullorðinna og farsælli þróun samfélaga. Höfundur er prófessor emeritus við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun