Viðreisn og báknið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2022 15:00 Margt áhugavert má finna í gögnum Evrópusambandsins í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið frá 2009. Ekki sízt um það hvað það hefði haft í för með sér fyrir Ísland að ganga þar inn. Þar kemur meðal annars fram að innganga í Evrópusambandið hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu inngöngunni. Mjög sérstakt er fyrir vikið að sjá forystumenn Viðreisnar gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti alltof litla. Nú síðast Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann flokksins, í samtali við Fréttablaðið í byrjun vikunnar þar sem hún gagnrýndi meðal annars „mikla aukningu á bákninu“ og fjölgun opinberra starfa á undanförnum árum. „Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Til að mynda er smæð íslenzku stjórnsýslunnar að áliti Evrópusambandsins til umfjöllunar í skjali á vegum framkvæmdastjórnar þess frá árinu 2011 sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í kjölfar úttektar sambandsins á stjórnsýslu landsins vegna umsóknar vinstristjórnarinnar. Leynir sér ekki það sjónarmið Evrópusambandsins að stjórnsýslan sé vegna smæðar alls ekki í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er [íslenzka] stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. Verulegur niðurskurður á opinberum útgjöldum hefur enn fremur átt sér stað til þess að takast á við fjárhagserfiðleikana í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008. Niðurskurðurinn hefur dregið enn frekar úr getu stjórnsýslu Íslands til þess að sinna undirbúningi fyrir inngöngu í Evrópusambandið sem þó var takmörkuð að stærð fyrir. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf sambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan þess gerir kröfu um.“ Forystumenn Viðreisnar hafa ekki sízt beint spjótum sínum að stjórnarráðinu og starfsmannafjölda þess. Fjallað er um stjórnarráðið í áðurnefndu skjali Evrópusambandsins og ljóst að það er þvert á móti alltof fámennt að mati framkvæmdastjórnar sambandsins: „Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn. Að meðaltali 58 starfsmenn.“ Skortir allan trúverðugleika Með öðrum orðum telur Evrópusambandið það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja meina að þeir telji allt of stórt. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart enda taka kröfur Evrópusambandsins um stjórnsýslu eðli málsins samkvæmt mið af milljóna- og tugmilljónaþjóðum. Stjórnsýsla sambandsins bætist síðan allajafna við sem yfirbygging ofan á þá yfirbyggingu sem fyrir er í ríkjum þess. Hvernig sem á málið er litið er þannig einfaldlega ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar á ekki samleið með inngöngu í Evrópusambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að verulegur hluti af umfangi stjórnsýslunnar hér á landi er einmitt tilkominn vegna regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Með inngöngu í sambandið myndi umfang þess hins vegar stóraukast sem fyrr segir. Á sama tíma og full ástæða er til þess að vekja athygli á og ræða umfang stjórnsýslunnar er eins ljóst að gagnrýni í þeim efnum frá forystumönnum Viðreisnar skortir allan trúverðugleika á meðan þeir tala fyrir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Margt áhugavert má finna í gögnum Evrópusambandsins í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið frá 2009. Ekki sízt um það hvað það hefði haft í för með sér fyrir Ísland að ganga þar inn. Þar kemur meðal annars fram að innganga í Evrópusambandið hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu inngöngunni. Mjög sérstakt er fyrir vikið að sjá forystumenn Viðreisnar gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti alltof litla. Nú síðast Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann flokksins, í samtali við Fréttablaðið í byrjun vikunnar þar sem hún gagnrýndi meðal annars „mikla aukningu á bákninu“ og fjölgun opinberra starfa á undanförnum árum. „Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Til að mynda er smæð íslenzku stjórnsýslunnar að áliti Evrópusambandsins til umfjöllunar í skjali á vegum framkvæmdastjórnar þess frá árinu 2011 sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í kjölfar úttektar sambandsins á stjórnsýslu landsins vegna umsóknar vinstristjórnarinnar. Leynir sér ekki það sjónarmið Evrópusambandsins að stjórnsýslan sé vegna smæðar alls ekki í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er [íslenzka] stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. Verulegur niðurskurður á opinberum útgjöldum hefur enn fremur átt sér stað til þess að takast á við fjárhagserfiðleikana í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008. Niðurskurðurinn hefur dregið enn frekar úr getu stjórnsýslu Íslands til þess að sinna undirbúningi fyrir inngöngu í Evrópusambandið sem þó var takmörkuð að stærð fyrir. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf sambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan þess gerir kröfu um.“ Forystumenn Viðreisnar hafa ekki sízt beint spjótum sínum að stjórnarráðinu og starfsmannafjölda þess. Fjallað er um stjórnarráðið í áðurnefndu skjali Evrópusambandsins og ljóst að það er þvert á móti alltof fámennt að mati framkvæmdastjórnar sambandsins: „Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn. Að meðaltali 58 starfsmenn.“ Skortir allan trúverðugleika Með öðrum orðum telur Evrópusambandið það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja meina að þeir telji allt of stórt. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart enda taka kröfur Evrópusambandsins um stjórnsýslu eðli málsins samkvæmt mið af milljóna- og tugmilljónaþjóðum. Stjórnsýsla sambandsins bætist síðan allajafna við sem yfirbygging ofan á þá yfirbyggingu sem fyrir er í ríkjum þess. Hvernig sem á málið er litið er þannig einfaldlega ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar á ekki samleið með inngöngu í Evrópusambandið. Hafa má í huga í þessu sambandi að verulegur hluti af umfangi stjórnsýslunnar hér á landi er einmitt tilkominn vegna regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Með inngöngu í sambandið myndi umfang þess hins vegar stóraukast sem fyrr segir. Á sama tíma og full ástæða er til þess að vekja athygli á og ræða umfang stjórnsýslunnar er eins ljóst að gagnrýni í þeim efnum frá forystumönnum Viðreisnar skortir allan trúverðugleika á meðan þeir tala fyrir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun