Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 14:07 Landsbankahúsið setur sinn svip á miðbæ Akureyrar. Aðsend Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef útgerðarfyrirtækisins Samherja. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Á vef Samherja segir að sjö tilboð hafi borist Landsbankanum í húsið, sem er á áberandi stað við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans. Ætla að glæða húsið lífi til framtíðar Haft er Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, að félagið vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekari lífi til framtíðar. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm „Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins,“ er haft eftir Eiríki, sem einnig er stjórnarformaður Samherja. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, að húsið hafi reynst Landsbankanum mjög vel en það hafi reynst of stórt fyrir núverandi starfsemi bankans á Akureyri. Starfsemi bankans verði fyrst um sinn áfram í húsinu en verið sé að leita að nýju húsnæði í bænum undir starfsemina. Samherjar safna Landsbankahúsum Þetta er ekki fyrsta Landsbankahúsið sem félag með tengsl við við Samherja fjárfestir í. Sigtún þróunarfélag, sem meðal annars er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020. Líkt og húsið á Akureyri var það einnig byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Þar er nú rekin svokölluð vinnustofa þar sem boðið er upp á skrifstofuaðstoðu sem einyrkjar, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta nýtt sér. Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum. Akureyri Landsbankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
Þetta kemur fram á vef útgerðarfyrirtækisins Samherja. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Á vef Samherja segir að sjö tilboð hafi borist Landsbankanum í húsið, sem er á áberandi stað við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans. Ætla að glæða húsið lífi til framtíðar Haft er Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, að félagið vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekari lífi til framtíðar. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm „Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins,“ er haft eftir Eiríki, sem einnig er stjórnarformaður Samherja. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, að húsið hafi reynst Landsbankanum mjög vel en það hafi reynst of stórt fyrir núverandi starfsemi bankans á Akureyri. Starfsemi bankans verði fyrst um sinn áfram í húsinu en verið sé að leita að nýju húsnæði í bænum undir starfsemina. Samherjar safna Landsbankahúsum Þetta er ekki fyrsta Landsbankahúsið sem félag með tengsl við við Samherja fjárfestir í. Sigtún þróunarfélag, sem meðal annars er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020. Líkt og húsið á Akureyri var það einnig byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Þar er nú rekin svokölluð vinnustofa þar sem boðið er upp á skrifstofuaðstoðu sem einyrkjar, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta nýtt sér. Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum.
Akureyri Landsbankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52