Viðskipti innlent

Fjórir hug­búnaðar­sér­fræðingar til Empower

Tinni Sveinsson skrifar
Zakia, Sigurbjörg, Helgi og Anna hafa gengið til liðs við nýsköpunarfyrirtækið Empower, sem stefnir á alþjóðamarkað.
Zakia, Sigurbjörg, Helgi og Anna hafa gengið til liðs við nýsköpunarfyrirtækið Empower, sem stefnir á alþjóðamarkað.

Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

Erlend eftirspurn

Empower Now hugbúnaðurinn nýtir sannreynda aðferðafræði Empower sem unnið hefur með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum í ólíkum geirum eins og Alþingi, Embætti ríkislögreglustjóra, Landsvirkjun ofl.

„Það er gríðarleg eftirspurn á erlendum mörkuðum eftir lausnum er varða jafnrétti og fjölbreytni (DEI). Talið er að markaðurinn fyrir þær muni stækka um helming á næstu sex árum. Empower stefnir að því að verða leiðandi á þeim markaði,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og meðeigandi Empower.

Nánar um teymið

Anna Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hún starfaði áður við hugbúnaðargerð hjá Lucinity. Anna Berglind er með BS gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla.

Helgi Gylfason hefur verið ráðinn sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hann starfaði áður við hugbúnaðargerð hjá Hugfimi. Helgi er með MS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hún starfaði áður sem forritari hjá Valitor. Sigurbjörg Rós er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Zakia Shafaee hefur verið ráðin sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hún starfaði áður sem forritari hjá Skógræktinni. Zakia er með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.


Tengdar fréttir

Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn

Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.