Misheppnaðar ráðstafanir í málefnum íslenskrar dýraverndar Árni Stefán Árnason skrifar 27. október 2022 10:30 Íslenskum þingmönnum (ráðherrum) hafa verið afar mislagðar hendur í framkvæmd dýraverndar skv. lögum til þessa. Auðvelt er að rekja þá sögu en þetta hefur verið áberandi frá því að dýraverndarlögin frá 1957 tóku gildi. Ekki fór hins vegar á milli mála hver viljinn var og hversu vel að þessum málum var staðið með fyrstu dýraverndarlögunum skömmu eftir 1900 og voru sett að tilstuðlan Tryggva Gunnarssonar, mikils áhrifamanns í íslensku samfélagi og þingmanns þá. Frumkvöðuls í íslenskri dýravernd, sem þekkti hvern krók og kima í málaflokknum. Í dag virðist þingmönnum ómögulegt að koma dýravernd í faglegt form ólíkt því sem var í upphafi þegar maður með þekkingu, Tryggvi heitinn, má heita að hafi stýrt dýravernd á Íslandi af fagmennsku og verulegri þekkingu, beint úr þingsal, þó hvorki væri lögfræðingur né dýralæknir heldur áhugamaður eins og öll við hin, sem berjumst nú af elju fyrir bættum hag dýra. Líkleg ástæða á núverandi stöðu er sú að seinni tíma þingmenn, einkum eftir að lögin frá 1957 tóku gildi, hafa eiginlega aldrei lagt við hlustir þegar kjarnaaðilar í dýravernd, þeir sem þekkja þessi máli, betur en nokkrir aðrir, hafa komið með tillögur að breytingum. Málefni opinberrar dýraverndar hafa verið færð fram og til baka á milli opinberra aðila án þess að nokkurn tíma hafi náðst sá árangur, sem verið er að sækjast eftir. Staðan hefur aldrei verið verri en nú. Síðasta tilfærsla á þessu verkefni var af hálfu Vinstri grænna til Matvælastofnunar (MAST). Það var gagnrýnt verulega áður en núgildandi lög voru samþykkt. Þáverandi ráðherra var handviss um að hjá MAST væri mesta faglega þekkingu að finna, af því að þar ynnu dýralæknar. Dýralæknar eru settir í úrvinnslu einfaldra og flókinna lögfræðilegra álitaefna hjá MAST. Ekki kannast ég við að lögfræðingar séu settir í að greina heilbrigðisvandamál og/eða aðbúnað eða aðstæður dýra! Ég man eftir einu stærsta dýraverndarmáli Íslandssögunnar, innflutningur um 400 búrfugla fyrir nokkrum árum. Þá sat ég krítískan fund fyrir hönd umbjóðenda minna með tug starfsmanna MAST og fjalla átti um aflífun allra fuglanna eður ei. Ekki einn einasti lögfræðingur, ekki einu sinni yfirdýralæknir. Á daginn kom að MAST hafði allan tímann rangt fyrir sér. Afstaða MAST og viðkomandi ráðuneytis felst nánast aldrei í því að gæta velferðar, hagsmuna og réttarstöðu dýra, koma þeim til hjálpar með öllum mögulegum ráðum. Dýr eru frekar drepin, send í sláturhús, heldur en að beita aðferðum siðaðra dýraverndarsamfélaga og koma þeim til hjálpar. Hrossamálið í Borgarbyggð er nýjasta dæmið. Algerlega óskiljanlegur skortur á vilja til að stunda nútímalega dýravernd. Frekar skulu heilbrigð dýr felld en þeim komið í góðar hendur og gott stand. Svona háttalag opinberra aðila þekkist ekki í Evrópu né BNA. Nýlegt dæmi að vestan er björgun mörg hundruð hunda frá lyfjaframleiðanda. Hefðu verið felldir hér. Í Þýskalandi hefðu Borgarbyggðarhrossin aldrei verið send í sláturhús. Það ætti yfirdýralæknir og fálkaorðuhafinn fyrir dýravernd að vita, hann lærði fag sitt í Þýskalandi. Á meðan á ferli frumvarps núgildandi laga stóð var bent á að það væru mistök af ýmsum ástæðum að færa málaflokkinn til MAST og eftirlit með dýravelferð ætti að vera í höndum sjálfstæðs aðila. Stungið var upp á sérstakri dýralögreglu að erlendri fyrirmynd. Ekkert var hlustað. Nú er svo komið að eftirlit með dýravelferð er í molum. Mál koma upp og dragast á langinn, MAST reynist erfitt að skilja, túlka og beita lögum um velferð dýra jafn skýr og þau eru. Að Ríkisendurskoðandi skuli nú sjá sig knúinn til að hafa afskipti af þessum máli segir allt sem segja þarf. Mér til undrunar þá virðast þingmenn aldrei ná valdi á ráðstöfun nokkuð einfalds málaflokks, sem dýravernd er, og þeim sem eru færðar valdheimildir í lögum virðast aldrei ná valdi á skilningi dýraverndarlaga. Þetta þarf ekki að vera svona ef hlustað væri á þá, sem vilja hjálpa, grjóthörðustu dýraverndarsinna, sem sumir hverjir hafa jafnvel dýpstu þekkingu, sem völ er á hvernig þessum málaflokki er best ráðstafað í íslenska réttarríkinu. Þetta er óskapleg þreytandi meinloka, sem að lokum leiðir aðeins til eins og engin vill, þjáningar hjá dýrum, sem eiga allt annað skilið. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Íslenskum þingmönnum (ráðherrum) hafa verið afar mislagðar hendur í framkvæmd dýraverndar skv. lögum til þessa. Auðvelt er að rekja þá sögu en þetta hefur verið áberandi frá því að dýraverndarlögin frá 1957 tóku gildi. Ekki fór hins vegar á milli mála hver viljinn var og hversu vel að þessum málum var staðið með fyrstu dýraverndarlögunum skömmu eftir 1900 og voru sett að tilstuðlan Tryggva Gunnarssonar, mikils áhrifamanns í íslensku samfélagi og þingmanns þá. Frumkvöðuls í íslenskri dýravernd, sem þekkti hvern krók og kima í málaflokknum. Í dag virðist þingmönnum ómögulegt að koma dýravernd í faglegt form ólíkt því sem var í upphafi þegar maður með þekkingu, Tryggvi heitinn, má heita að hafi stýrt dýravernd á Íslandi af fagmennsku og verulegri þekkingu, beint úr þingsal, þó hvorki væri lögfræðingur né dýralæknir heldur áhugamaður eins og öll við hin, sem berjumst nú af elju fyrir bættum hag dýra. Líkleg ástæða á núverandi stöðu er sú að seinni tíma þingmenn, einkum eftir að lögin frá 1957 tóku gildi, hafa eiginlega aldrei lagt við hlustir þegar kjarnaaðilar í dýravernd, þeir sem þekkja þessi máli, betur en nokkrir aðrir, hafa komið með tillögur að breytingum. Málefni opinberrar dýraverndar hafa verið færð fram og til baka á milli opinberra aðila án þess að nokkurn tíma hafi náðst sá árangur, sem verið er að sækjast eftir. Staðan hefur aldrei verið verri en nú. Síðasta tilfærsla á þessu verkefni var af hálfu Vinstri grænna til Matvælastofnunar (MAST). Það var gagnrýnt verulega áður en núgildandi lög voru samþykkt. Þáverandi ráðherra var handviss um að hjá MAST væri mesta faglega þekkingu að finna, af því að þar ynnu dýralæknar. Dýralæknar eru settir í úrvinnslu einfaldra og flókinna lögfræðilegra álitaefna hjá MAST. Ekki kannast ég við að lögfræðingar séu settir í að greina heilbrigðisvandamál og/eða aðbúnað eða aðstæður dýra! Ég man eftir einu stærsta dýraverndarmáli Íslandssögunnar, innflutningur um 400 búrfugla fyrir nokkrum árum. Þá sat ég krítískan fund fyrir hönd umbjóðenda minna með tug starfsmanna MAST og fjalla átti um aflífun allra fuglanna eður ei. Ekki einn einasti lögfræðingur, ekki einu sinni yfirdýralæknir. Á daginn kom að MAST hafði allan tímann rangt fyrir sér. Afstaða MAST og viðkomandi ráðuneytis felst nánast aldrei í því að gæta velferðar, hagsmuna og réttarstöðu dýra, koma þeim til hjálpar með öllum mögulegum ráðum. Dýr eru frekar drepin, send í sláturhús, heldur en að beita aðferðum siðaðra dýraverndarsamfélaga og koma þeim til hjálpar. Hrossamálið í Borgarbyggð er nýjasta dæmið. Algerlega óskiljanlegur skortur á vilja til að stunda nútímalega dýravernd. Frekar skulu heilbrigð dýr felld en þeim komið í góðar hendur og gott stand. Svona háttalag opinberra aðila þekkist ekki í Evrópu né BNA. Nýlegt dæmi að vestan er björgun mörg hundruð hunda frá lyfjaframleiðanda. Hefðu verið felldir hér. Í Þýskalandi hefðu Borgarbyggðarhrossin aldrei verið send í sláturhús. Það ætti yfirdýralæknir og fálkaorðuhafinn fyrir dýravernd að vita, hann lærði fag sitt í Þýskalandi. Á meðan á ferli frumvarps núgildandi laga stóð var bent á að það væru mistök af ýmsum ástæðum að færa málaflokkinn til MAST og eftirlit með dýravelferð ætti að vera í höndum sjálfstæðs aðila. Stungið var upp á sérstakri dýralögreglu að erlendri fyrirmynd. Ekkert var hlustað. Nú er svo komið að eftirlit með dýravelferð er í molum. Mál koma upp og dragast á langinn, MAST reynist erfitt að skilja, túlka og beita lögum um velferð dýra jafn skýr og þau eru. Að Ríkisendurskoðandi skuli nú sjá sig knúinn til að hafa afskipti af þessum máli segir allt sem segja þarf. Mér til undrunar þá virðast þingmenn aldrei ná valdi á ráðstöfun nokkuð einfalds málaflokks, sem dýravernd er, og þeim sem eru færðar valdheimildir í lögum virðast aldrei ná valdi á skilningi dýraverndarlaga. Þetta þarf ekki að vera svona ef hlustað væri á þá, sem vilja hjálpa, grjóthörðustu dýraverndarsinna, sem sumir hverjir hafa jafnvel dýpstu þekkingu, sem völ er á hvernig þessum málaflokki er best ráðstafað í íslenska réttarríkinu. Þetta er óskapleg þreytandi meinloka, sem að lokum leiðir aðeins til eins og engin vill, þjáningar hjá dýrum, sem eiga allt annað skilið. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun