Samsung-erfinginn formlega orðinn forstjóri Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 07:42 Lee Jae-yong hefur í raun stýrt Samsung frá árinu 2014. EPA Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur formlega skipað Lee Jae-yong, sem hefur áður hlotið dóm fyrir mútur og fjársvik, í embætti forstjóra fyrirtækisins. Lee hefur um árabil verið æðsti stjórnandi fyrirtækisins á bakvið tjöldin. Má segja að skipunin sé táknræn þar sem með því að setjast formlega í stól forstjóra mun hann taka við þeirri stöðu sem bæði faðir hans og afi hafa áður gegnt. Afi Lee, Lee Byung-Chull, stofnaði Samsung í Seúl árið 1969. Samsung er nú stærsti farsímaframleiðandi heims. Lee var dæmdur fyrir mútur og fjársvik árið 2017. Var hann dæmdur til fangelsisvistar í tvígang fyrir að hafa mútað fyrrverandi forsetum landsins. Lee fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa afplánað 207 daga í fangelsi. Moon Jae-in, þáverandi forseti, sagði af því tilefni að lausn Lee væri í þágu þjóðarhagsmuna og óskaði hann jafnframt eftir skilningi almennings. Yoon Suk-yeol, núverandi forseti, náðaði svo Lee í ágúst síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þar sem tilkynnt er um skipun hins 54 ára Lee, er rætt um óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og þörfinni fyrir ábyrgð innan fyrirtækisins og stöðugleika. Með skipuninni verður Lee formlega æðsti stjórnandi tæknirisans, en hann hefur í raun gegnt slíkri stöðu síðan 2014 þegar hann tók við af föður sínum Lee Kun-hee þegar sá veiktist. Hann lést árið 2020. Suður-Kórea Samsung Tengdar fréttir Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Lee hefur um árabil verið æðsti stjórnandi fyrirtækisins á bakvið tjöldin. Má segja að skipunin sé táknræn þar sem með því að setjast formlega í stól forstjóra mun hann taka við þeirri stöðu sem bæði faðir hans og afi hafa áður gegnt. Afi Lee, Lee Byung-Chull, stofnaði Samsung í Seúl árið 1969. Samsung er nú stærsti farsímaframleiðandi heims. Lee var dæmdur fyrir mútur og fjársvik árið 2017. Var hann dæmdur til fangelsisvistar í tvígang fyrir að hafa mútað fyrrverandi forsetum landsins. Lee fékk reynslulausn úr fangelsi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa afplánað 207 daga í fangelsi. Moon Jae-in, þáverandi forseti, sagði af því tilefni að lausn Lee væri í þágu þjóðarhagsmuna og óskaði hann jafnframt eftir skilningi almennings. Yoon Suk-yeol, núverandi forseti, náðaði svo Lee í ágúst síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá stjórn félagsins, þar sem tilkynnt er um skipun hins 54 ára Lee, er rætt um óvissu á alþjóðlegum mörkuðum og þörfinni fyrir ábyrgð innan fyrirtækisins og stöðugleika. Með skipuninni verður Lee formlega æðsti stjórnandi tæknirisans, en hann hefur í raun gegnt slíkri stöðu síðan 2014 þegar hann tók við af föður sínum Lee Kun-hee þegar sá veiktist. Hann lést árið 2020.
Suður-Kórea Samsung Tengdar fréttir Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58 Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum. 12. ágúst 2022 11:58
Samsung-erfinginn á reynslulausn Samsung-erfingjanum Lee Jae-yong var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu í morgun eftir að hafa fengið reynslulausn. 13. ágúst 2021 08:01