Menning

Ólafur Elías­­son kynnti verk sitt í eyði­­mörkinni í Katar

Atli Ísleifsson skrifar
Verk Ólafs Elíassonar er að finna í al-Zubarah eyðimörkinni í norðurhluta Katar.
Verk Ólafs Elíassonar er að finna í al-Zubarah eyðimörkinni í norðurhluta Katar. Olafureliasson.net/Iwan Baan

Íslensk-danski listamaðurinn Ólafur Elíasson kynnti í gær verk sitt í eyðimörkinni í Katar í tengslum við listahátíðina Qatar Creates Week.

Í frétt danska ríkisútvarpsins kemur fram að á hátíðinni verði menning, hönnun og list gert hátt undir höfði og var Ólafur fenginn til að setja upp verk utandyra í al-Zubarah eyðimörkinni í norðurhluta landsins.

Verkið ber nafnið Skuggar sem ferðast á hafi dagsins, eða Shadows travelling on the sea of the day, og er smíðað úr málmi, trefjagleri og speglagleri.

Olafureliasson.net/Iwan Baan

Listahátíðin Qatar Creates Week er liður í sjarmasókn Katara í aðdraganda heimsmeistara heimsmeistaramótsins í fótbolta karla sem hefst þann 20. nóvember næstkomandi og stendur til 18. desember. 

Skipuleggjendur mótsins og stjórnvöld í landinu hafa sætt gríðarlegri gagnrýni vegna mannréttindabrota sem framin hafa verið við smíði fjölda leikvanga árin fyrir mótið.

Olafureliasson.net/Iwan Baan

Lesa má um verkið á heimasíðu Ólafs Elíassonar.

Ólafur Elíasson í Hamborg 2020.Getty

Tengdar fréttir

Óhugnanlegar frásagnir af ofbeldi Katara birtar í nýrri skýrslu

Lögreglan í Katar hefur eftir eigin geðþótta handtekið og misnotað meðlimi LGBTQ-samfélagsins þar í landi, þrátt fyrir að engin ákæra liggi fyrir. Þetta segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem kalla eftir umbótum í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði.

Ólafur lýsir upp Sigurbogann

Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.