Viðskipti innlent

Bein út­sending: Dagur verk­fræðinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Car­bfix og Control­ant hlutu Ten­ing­inn þegar hann var af­hent­ur í fyrsta sinn í fyrra. Í dag kemur í ljós hverjir fá viðurkenninguna þetta árið.
Car­bfix og Control­ant hlutu Ten­ing­inn þegar hann var af­hent­ur í fyrsta sinn í fyrra. Í dag kemur í ljós hverjir fá viðurkenninguna þetta árið.

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan.

Meðal fyrirlestra má nefna Borgarlínan og verkfræðileg viðfangsefni, Stokkar og jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu, Félagshagfræðilegar greiningar – samgöngulíkan, Umferðarlíkön – hvernig nýtast þau?, Gjaldtaka og fjármögnun framkvæmda, Landspítalaapp – skjólstæðingurinn í öndvegi og Sjálfflokkandi ruslatunna.

Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir viðburðinum en félagið fagnar 110 ára afmæli á þessu ári. Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina sem fag, verkefni og störf og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Á Degi verkfræðinnar mun Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenda Teninginn en hann er viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd. Markmið Teningsins er að vekja athygli á vel útfærðum og áhugaverðum verkefnum sem verkfræðingar og tæknifræðingar vinna að.

Að neðan má sjá streymi úr sölunum þremur. 

Nýir tímar, ný tækni (Salur A) 2022

Dagur verkfræðinnar Verkfræðin og umhverfið (Salur B) 2022

Dagur verkfræðinnar Verkfræðin er allsstaðar (Salur H - I) 2022





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×