Gangi ekki að lykilstarfsmanni sé meinaður aðgangur að tilteknum lykilupplýsingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 21:07 Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að það gangi ekki að framkvæmdastjóri fjármála fyrirtækisins sé meinaður aðgangur að tilteknum fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum fyrirtækisins, líkt og raunin er vegna fjölskyldutengsla framkvæmdastjórans við stjórnarformann Sýnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Bjarna sem send var á fjölmiðla í kvöld. Tilefnið er yfirlýsing Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, stjórnarformanns Sýnar, þar sem hún greindi frá því að hún hafi ákveðið að draga framboð hennar til stjórnar Sýnar til baka. Ástæðan var að hennar sögn afarkostir sem OR hafði sett eiginmanni hennar, Benedikt K. Magnússyni, framkvæmdastjóra fjármála OR. Sagði hún að Bjarni hafi nýlega tjáð Benedikt að hann gæti ekki haldið starfi sínu áfram hjá OR sæti Petrea áfram í stjórn Sýnar, vegna mögulegra ásýndar hagsmunaárekstra. Hún hafi því ákveðið að draga stjórnarframboð sitt á væntanlegum stjórnarfundi Sýnar til baka. Það væru hins vegar vonbrigði að OR hafi ekki séð aðra kosti í stöðunni. Fær ekki aðgang að mikilvægum samningi Sýnar og Ljósleiðarans Í yfirlýsingu Bjarna er tekið fram að framkvæmdastjóri fjármála OR beri ábyrgð á fjármálum allrar Orkuveitu samstæðunnar. „Vegna tengsla framkvæmdastjóra við stjórnarformann Sýnar þarf að takmarka aðgang hans að fjárhagslegum upplýsingum tengdum Ljósleiðaranum sem er eitt af dótturfélögum OR. Það felur meðal annars í sér nýlegt samkomulag milli Sýnar og Ljósleiðarans sem er báðum fyrirtækjum mikilvægt,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Benedikt hafi því ekki aðgang að samkomulaginu sjálfu né forsendum sem þar búi að baki. „Það er mitt mat að til þess að framkvæmdastjóri fjármála geti sinnt starfi sínu með fullnægjandi hætti gangi ekki að honum sé meinaður aðgangur að fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum. Ég hef tjáð framkvæmdastjóra fjármála þetta. Tekið skal fram að umrætt mál er ekki á borði stjórnar OR heldur er það forstjóri OR sem ber ábyrgð á störfum framkvæmdastjóra fjármála,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Bjarna sem send var á fjölmiðla í kvöld. Tilefnið er yfirlýsing Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, stjórnarformanns Sýnar, þar sem hún greindi frá því að hún hafi ákveðið að draga framboð hennar til stjórnar Sýnar til baka. Ástæðan var að hennar sögn afarkostir sem OR hafði sett eiginmanni hennar, Benedikt K. Magnússyni, framkvæmdastjóra fjármála OR. Sagði hún að Bjarni hafi nýlega tjáð Benedikt að hann gæti ekki haldið starfi sínu áfram hjá OR sæti Petrea áfram í stjórn Sýnar, vegna mögulegra ásýndar hagsmunaárekstra. Hún hafi því ákveðið að draga stjórnarframboð sitt á væntanlegum stjórnarfundi Sýnar til baka. Það væru hins vegar vonbrigði að OR hafi ekki séð aðra kosti í stöðunni. Fær ekki aðgang að mikilvægum samningi Sýnar og Ljósleiðarans Í yfirlýsingu Bjarna er tekið fram að framkvæmdastjóri fjármála OR beri ábyrgð á fjármálum allrar Orkuveitu samstæðunnar. „Vegna tengsla framkvæmdastjóra við stjórnarformann Sýnar þarf að takmarka aðgang hans að fjárhagslegum upplýsingum tengdum Ljósleiðaranum sem er eitt af dótturfélögum OR. Það felur meðal annars í sér nýlegt samkomulag milli Sýnar og Ljósleiðarans sem er báðum fyrirtækjum mikilvægt,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Benedikt hafi því ekki aðgang að samkomulaginu sjálfu né forsendum sem þar búi að baki. „Það er mitt mat að til þess að framkvæmdastjóri fjármála geti sinnt starfi sínu með fullnægjandi hætti gangi ekki að honum sé meinaður aðgangur að fjárhagslegum og rekstrarlegum upplýsingum. Ég hef tjáð framkvæmdastjóra fjármála þetta. Tekið skal fram að umrætt mál er ekki á borði stjórnar OR heldur er það forstjóri OR sem ber ábyrgð á störfum framkvæmdastjóra fjármála,“ segir í yfirlýsingu Bjarna. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Hættir við framboð í stjórn Sýnar vegna afarkosta OR Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar, hefur dregið framboð sitt til stjórnar félagsins til baka. Hún segir ástæðuna vera afarkosti sem OR setti eiginmanni hennar vegna meintra hagsmunaárekstra í tengslum við stjórnarsetu hennar. 13. október 2022 20:26