Stefán segir upp hjá Storytel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 16:10 Stefán Hjörleifsson í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Stefán Hjörleifsson hefur sagt upp starfi sínu sem landsstjóri Storytel á Íslandi eftir fimm ára starf. Næstu skref eru óráðin fyrir utan að lækka forgjöfina í golfi á suðrænum slóðum. Stefán, sem margir þekkja sem gítarleikarann í Nýdönsk, greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. „Í þessari viku eru liðin fimm ár síðan ég tók við embætti Landsstjóra Storytel á Íslandi. Fimm gefandi, spennandi, krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg ár þar sem sköpunarkrafturinn hefur fengið að njóta sín. Ég er afar þakklátur og stoltur af því að hafa verið þátttakandi í brautryðjendastarfi Storytel í þeirri vegferð að gera sögur aðgengilegar enn fleira fólki en áður hefur þekkst. Hér heima og heiman,“ segir Stefán. „Þau ykkar sem þekkið mig vitið líklega að ég nærist á því að skapa, umbreyta, byggja upp og koma þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur fyrir vind. Lífið býður upp á endalaus tækifæri og í sérhverju verkefni lærir maður eitthvað nýtt og kynnist nýju fólki.“ Í sumar og það sem af er hausti hafi honum gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga næstu skref. „Starf mitt krefst fullrar athygli og ég hef spurt mig hvort ég hafi enn þann eldmóð og hvata til að halda áfram á þessari spennandi vegferð eða hefur hugur minn hugsanlega leitað í átt að nýjum áskorunum?“ segir Stefán. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að nú er rétti tíminn til að leita á ný mið meðan ég hef þrótt til áframhaldandi sköpunar og tel að ég geti látið gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Ég hef þegar tilkynnt stjórn Storytel um ákvörðun mína, vitanlega í mestu vinsemd. Ég er óendanlega þakklátur yndislegu, hæfileikaríku og drífandi starfsfólki Storytel á Íslandi sem hefur staðið mér við hlið og alls þess stuðnings og allrar þeirrar hvatningar sem ég hef fengið frá Storytel fjölskyldunni um víða veröld.“ Allir hans villtustu draumar hafi ræst, þar með talið að eiga þátt í eflingu bókageirans á Íslandi. Nú sé tímabært að ný manneskja taki við keflinu. „Og hvað er þá næst? Hver veit? Akkúrat núna tekur við langþráð verkefni – að reyna loks að lækka forgjöfina á suðrænum slóðum og hlaða batteríin. Þekkjandi mína eirðarlausu frumkvöðlasál, hef ég ákveðið að slaka aðeins á, gefa upphafi nýrra ævintýra góðan tíma, taka mér gott frí og njóta næstu mánaða með fjölskyldu og vinum, og þá mest með Rósu minni sem hefur staðið með mér eins og klettur í gegnum allt mitt brölt.“ Nú taki við nýr kafli en lífið sé núna. „Life is what happens when you´re busy making other plans,“ hefur Stefán eftir John Lennon. Vistaskipti Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Stefán, sem margir þekkja sem gítarleikarann í Nýdönsk, greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. „Í þessari viku eru liðin fimm ár síðan ég tók við embætti Landsstjóra Storytel á Íslandi. Fimm gefandi, spennandi, krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg ár þar sem sköpunarkrafturinn hefur fengið að njóta sín. Ég er afar þakklátur og stoltur af því að hafa verið þátttakandi í brautryðjendastarfi Storytel í þeirri vegferð að gera sögur aðgengilegar enn fleira fólki en áður hefur þekkst. Hér heima og heiman,“ segir Stefán. „Þau ykkar sem þekkið mig vitið líklega að ég nærist á því að skapa, umbreyta, byggja upp og koma þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur fyrir vind. Lífið býður upp á endalaus tækifæri og í sérhverju verkefni lærir maður eitthvað nýtt og kynnist nýju fólki.“ Í sumar og það sem af er hausti hafi honum gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga næstu skref. „Starf mitt krefst fullrar athygli og ég hef spurt mig hvort ég hafi enn þann eldmóð og hvata til að halda áfram á þessari spennandi vegferð eða hefur hugur minn hugsanlega leitað í átt að nýjum áskorunum?“ segir Stefán. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að nú er rétti tíminn til að leita á ný mið meðan ég hef þrótt til áframhaldandi sköpunar og tel að ég geti látið gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Ég hef þegar tilkynnt stjórn Storytel um ákvörðun mína, vitanlega í mestu vinsemd. Ég er óendanlega þakklátur yndislegu, hæfileikaríku og drífandi starfsfólki Storytel á Íslandi sem hefur staðið mér við hlið og alls þess stuðnings og allrar þeirrar hvatningar sem ég hef fengið frá Storytel fjölskyldunni um víða veröld.“ Allir hans villtustu draumar hafi ræst, þar með talið að eiga þátt í eflingu bókageirans á Íslandi. Nú sé tímabært að ný manneskja taki við keflinu. „Og hvað er þá næst? Hver veit? Akkúrat núna tekur við langþráð verkefni – að reyna loks að lækka forgjöfina á suðrænum slóðum og hlaða batteríin. Þekkjandi mína eirðarlausu frumkvöðlasál, hef ég ákveðið að slaka aðeins á, gefa upphafi nýrra ævintýra góðan tíma, taka mér gott frí og njóta næstu mánaða með fjölskyldu og vinum, og þá mest með Rósu minni sem hefur staðið með mér eins og klettur í gegnum allt mitt brölt.“ Nú taki við nýr kafli en lífið sé núna. „Life is what happens when you´re busy making other plans,“ hefur Stefán eftir John Lennon.
Vistaskipti Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira