Viðskipti innlent

Páll tekur við af Júlíusi hjá HS Veitum

Atli Ísleifsson skrifar
Páll Erland hefur að undanförnu gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samorku.
Páll Erland hefur að undanförnu gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samorku. samorka

Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, mun taka við stöðu forstjóra HS Veitna í upphafi næsta árs. Hann tekur við stöðunni af Júlíusi Jóni Jónssyni sem lætur senn af störfum sem forstjóri eftir fjörutíu ára starf hjá félaginu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Þar segir að stjórn hafi farið í ráðningarferli með Vinnvinn ráðningastofu í ágúst og hafi alls fjörutíu manns sótt um forstjórastöðuna. 

„Tekin hefur verið ákvörðun um að ráða Pál Erland sem næsta forstjóra HS Veitna og mun hann hefja störf á nýju ári 2023.

Páll hefur yfirgripsmikla reynslu úr veitu- og orkugeiranum aðallega frá Orkuveitu Reykjavíkur auk Samorku.

„Ég vil þakka stjórn HS Veitna, Vinnvinn ráðningarstofu, umsækjendum og starfsmönnum fyrir gott samstarf og umburðarlyndi meðan á ferlinu stóð. Síðast en ekki síst þakkir til Júlíusar og störf hans sem hafa verið ómetanleg fyrir HS Veitur,“ er haft eftir Páli. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×