Viðskipti erlent

Støre nýr for­stjóri Advania-sam­steypunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hege Støre.
Hege Støre. Advania

Hin norska Hege Støre hefur tekið við sem nýr forstjóri Advania-samsteypunnar. Starfsmenn telja um fjögur þúsund á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Hún tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem heldur þó áfram að starfa við hlið Støre og tekur sæti í stjórn samsteypunnar.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Advania. Þar segir að Hege sé þekkt úr norsku viðskiptalífi og hafi þrjátíu ára reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. 

„Hún var forstjóri norska fyrirtækisins Visolit sem keypt var af Advania í fyrra og rann inn í samsteypuna. Visolit var leiðandi á sviði upplýsingatækni og skýjalausna á fyrirtækjamarkaði í Noregi og Svíþjóð.

Hege tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem hefur verið forstjóri Advania-samsteypunnar í fimm ár. Hann mun starfa áfram að stefnumótun samsteypunnar við hennar hlið, auk þess að taka sæti í stjórn Advania Group,“ segir Støre.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.