Viðskipti innlent

Ráðin að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Vísinda­garða

Atli Ísleifsson skrifar
Þórey Einarsdóttir.
Þórey Einarsdóttir.

Þórey Einarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands.

Í tilkynningu kemur fram að undanfarin ár hafi Þórey stýrt HönnunarMars, stærstu hönnunarhátíð landsins og Hönnunarverðlaunum Íslands. Bæði verkefnin eru undir hatti Miðstöðvar hönnunar- og arkitektúrs.

„Þórey hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri og framleiðandi og er með víðtæka alþjóðlega reynslu af rekstri, stjórnun viðburða, leikhúsi, sjónvarpi og hátíðarrekstri. Hún hefur auk þess unnið fyrir nokkur þekkt fjölmiðla- og afþreyingar fyrirtæki í Evrópu, Suður-Ameríku, Asíu, á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.

Þórey útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019. Hún tekur til starfa hjá Vísindagörðum 15. október nk.,“ segir í tilkynningunni.

Háskóli Íslands stofnaði Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. árið 2004. Félagið starfar í þágu almenningsheilla og eru tveir eigendur; Háskóli Íslands (94,6%) og Reykjavíkurborg (5,4%). Tilgangur félagsins er að efla vísindarannsóknir og nýsköpun með því að skapa kjöraðstæður til slíks á lóð Háskóla Íslands. Markmiðið með Vísindagörðum er að gefa fleiri fyrirtækjum og stofnunum kost á að staðsetja sig í háskólaumhverfi þar sem samlegðaráhrif atvinnulífs og rannsóknastofnana fá að njóta sín.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×