Viðskipti innlent

Smørrebrød í boði í Borgarleikhúsinu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Smørrebrød er Jómfrúarinnar fag.
Smørrebrød er Jómfrúarinnar fag.

Gestir Borgarleikhússins geta héðan í frá gætt sér á dönsku smørrebrød þegar leiksýningar eru sóttar. Leikhúsið mun bjóða upp á hinn sívinsæla rétt með aðstoð Jómfrúarinnar og vonast framkvæmdastjórinn eftir því að fólk geti fengið enn meira út úr leikhúsferðum sínum.

Jómfrúin hefur starfað óslitið í 25 ár og er með veitingastað á Lækjargötu í Reykjavík. Nú, í fyrsta sinn, verður hægt að fá veitingar Jómfrúarinnar utan þeirra veitingastaðar.

„Gestir Borgarleikhússins hafa lengi vel óskað eftir því að geta keypt léttar veitingar fyrir sýningar og höfum við prófað ýmsar útfærslur af slíkri veitingasölu. En þegar við höfðum samband við Jakob hjá Jómfrúnni síðastliðið vor og fundum fyrir gagnkvæmum áhuga á samstarfinu, þá vissum við strax að hið sívinsæla smørrebrauð Jómfrúarinnar myndi sóma sér einstaklega vel með leiksýningunum okkar,“ er haft eftir Kristínu Ögmundsdóttur, framkvæmdastjóra Borgarleikhússins, í tilkynningu.

Jakob Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, tekur í sama streng og segir að verið sé að skapa sérlega fallegan ramma utan um gjöfult samstarf beggja aðila.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×