Viðskipti erlent

Porsche verð­mætasti bíla­fram­leiðandi Evrópu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Marga dreymir um að eignast Porsche-bifreið einn daginn.
Marga dreymir um að eignast Porsche-bifreið einn daginn. Getty/Allison Dinner

Porsche er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi Evrópu. Félagið tók yfir Volkswagen í vikunni og er nú 85 milljarða dollara virði sem samsvarar tólf þúsund milljörðum íslenskra króna.

Hlutabréf í þýska bílaframleiðandanum Porsche hækkuðu um tæplega fimmtán prósent í gærmorgun og er fyrirtækið nú átta milljörðum dollara meira virði en Volkswagen. 

Næst á eftir Volkswagen koma Mercedes Benz, BMW og Stellantis. Stellantis varð til í fyrra við sameiningu PSA og Fiat Chrysler. Porsche, Benz og BMW eru öll frá Þýskalandi en Stellantis er með höfuðstöðvar í Hollandi. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×