Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2022 14:23 EPA/RONALD WITTEK Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. Þetta er stærsti samdráttur á framleiðslu frá 2020, þegar eftirspurn dróst verulega saman vegna faraldurs Covid. Á undanförnum mánuðum hefur olíuverð lækkað töluvert en það er eftir gífurlega hækkun í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar. Olíuframleiðendur hafa óttast að verra efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til frekari lækkunar á komandi mánuðum og vilja sporna gegn því. Bandaríkjamenn og aðrir höfðu þrýst mjög á OPEC-ríkin að draga ekki úr framleiðslu heldur auka hana. Sjá einnig: OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Í ágúst voru OPEC+ ríkin um 3,6 milljónum tunna á dag undir eigin framleiðslumarkmiðum, samkvæmt frétt Reuters. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Bensín og olía Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þetta er stærsti samdráttur á framleiðslu frá 2020, þegar eftirspurn dróst verulega saman vegna faraldurs Covid. Á undanförnum mánuðum hefur olíuverð lækkað töluvert en það er eftir gífurlega hækkun í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar. Olíuframleiðendur hafa óttast að verra efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til frekari lækkunar á komandi mánuðum og vilja sporna gegn því. Bandaríkjamenn og aðrir höfðu þrýst mjög á OPEC-ríkin að draga ekki úr framleiðslu heldur auka hana. Sjá einnig: OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Í ágúst voru OPEC+ ríkin um 3,6 milljónum tunna á dag undir eigin framleiðslumarkmiðum, samkvæmt frétt Reuters. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+.
Bensín og olía Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira