OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2022 10:36 Olíuframleiðendur eru sagðir óttast að versanandi efnahagsástand muni leiða til minni eftirspurnar og lægra verðs. EPA/HENRY CHIRINOS Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. Sérfræðingar segja líklegt að framleiðsluskerðingin verði minnst ein milljón tunna á dag eða allt að tvær milljónir, sem samsvarar um tveimur prósentum af heimsframleiðslu á olíu, samkvæmt frétt New York Times. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Erindrekar Bandaríkjanna eru sagðir vinna hörðum höndum að því að reyna að koma í veg fyrir mikla framleiðsluskerðingu. Þessi viðleitni hefur, samkvæmt frétt CNN, að mestu beinst að Kúveit, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Sádi-Arabíu, sem er í raun talinn leiða ríkjabandalagið. Þar á bæ vilja menn þó halda nánum samskiptum við Rússland og hafa lýst yfir áhyggjum af því versnandi efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til verðlækkunar. Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að beta Rússa hertum refsiaðgerðum og þar á meðal að setja hámarksverð á olíukaup frá Rússlandi. Ekki liggur enn fyrir í hverju refsiaðgerðirnar felast og stendur til að kynna þær seinna í vikunni. Fyrir var búið að taka ákvörðun um að banna kaup á flestum olíuvörum Rússa og þannig þvinga þá til að selja olíu ódýrar til annarra ríkja. Bandaríkjamenn beita þrýstingi Sérfræðingar sem ræddu við NYT segja líklegt að ráðamenn í Moskvu vilji nota tengsl sín við Sádi-Arabíu til að draga úr olíuframleiðslu með því markmiði að ná höggi á Vesturlönd og gera þeim erfiðara að refsa Rússum fyrir innrás þeirra í Úkraínu. Bandaríkjamenn vilja hins vegar að olíuverð hækki. Það muni leiða til aukins hagvaxtar og lægra verðs fyrir neytendur um heiminn allan. Hækkandi olíuverð myndi koma Joe Biden, forseta Bandaríkjanna og Demókrötum sérstaklega illa svo stuttu fyrir þingkosningar, sem fara fram í nóvember. Ríkisstjórn hans varði miklu púðri í að draga úr olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu og hefur það skilað árangri í Bandaríkjunum. Verð hefur þó byrjað að hækka á nýjan leik. Bensín og olía Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Sérfræðingar segja líklegt að framleiðsluskerðingin verði minnst ein milljón tunna á dag eða allt að tvær milljónir, sem samsvarar um tveimur prósentum af heimsframleiðslu á olíu, samkvæmt frétt New York Times. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Erindrekar Bandaríkjanna eru sagðir vinna hörðum höndum að því að reyna að koma í veg fyrir mikla framleiðsluskerðingu. Þessi viðleitni hefur, samkvæmt frétt CNN, að mestu beinst að Kúveit, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Sádi-Arabíu, sem er í raun talinn leiða ríkjabandalagið. Þar á bæ vilja menn þó halda nánum samskiptum við Rússland og hafa lýst yfir áhyggjum af því versnandi efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til verðlækkunar. Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að beta Rússa hertum refsiaðgerðum og þar á meðal að setja hámarksverð á olíukaup frá Rússlandi. Ekki liggur enn fyrir í hverju refsiaðgerðirnar felast og stendur til að kynna þær seinna í vikunni. Fyrir var búið að taka ákvörðun um að banna kaup á flestum olíuvörum Rússa og þannig þvinga þá til að selja olíu ódýrar til annarra ríkja. Bandaríkjamenn beita þrýstingi Sérfræðingar sem ræddu við NYT segja líklegt að ráðamenn í Moskvu vilji nota tengsl sín við Sádi-Arabíu til að draga úr olíuframleiðslu með því markmiði að ná höggi á Vesturlönd og gera þeim erfiðara að refsa Rússum fyrir innrás þeirra í Úkraínu. Bandaríkjamenn vilja hins vegar að olíuverð hækki. Það muni leiða til aukins hagvaxtar og lægra verðs fyrir neytendur um heiminn allan. Hækkandi olíuverð myndi koma Joe Biden, forseta Bandaríkjanna og Demókrötum sérstaklega illa svo stuttu fyrir þingkosningar, sem fara fram í nóvember. Ríkisstjórn hans varði miklu púðri í að draga úr olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu og hefur það skilað árangri í Bandaríkjunum. Verð hefur þó byrjað að hækka á nýjan leik.
Bensín og olía Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira