Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 08:00 Það sauð upp úr í lokin á leik FH og Fram í Kaplakrika. Stöð 2 Sport „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Leikur liðanna, í Olís-deild karla, var mikill spennuleikur og honum lauk með 25-25 jafntefli. Fram fékk aukakast á lokasekúndunni en skot Þorsteins Gauta Hjálmarsson fór ofan á höfuð Birgis Más Birgissonar sem stóð í varnarveggnum. Við þetta sauð aðeins upp úr eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, og komu gæslumenn til að róa leikmenn niður. Sá sem fór þó lengst yfir strikið var ekki leikmaður heldur áhorfandi sem í fyrstu virtist á leið út úr salnum í Kaplakrika en sneri við, óð inn á völl og reif einhverra hluta vegna harkalega í Einar Braga Aðalsteinsson, leikmann FH. Það mátti sjá bæði í útsendingu Stöðvar 2 Sports og í myndbandi frá áhorfanda sem sýnt var í Seinni bylgjunni, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Læti í Kaplakrika Athæfi áhorfandans, sem klæddur var bláleitri skyrtu, vakti litla kátínu hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Drullaðu þér bara út,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og var mikið niðri fyrir. „Þetta á náttúrulega bara ekki að sjást. Þessi maður fer ekki aftur í Krikann. Ég verð reiður að sjá þetta,“ sagði Theodór og Stefán Árni tók í sama streng: „Hann rífur þarna í Einar Braga. Ég veit ekki hvað hann ætlaði að gera við hann. Þarna eru handboltamenn inni á handboltavelli en þetta á ekki að sjást.“ Theodór ítrekaði þá að áhorfandinn ætti skilið bann: „Það er eitt þegar leikmenn og þjálfarar, þátttakendur leiksins, eru þarna. En þegar áhorfendur eru komnir þarna að rífa í leikmenn… það á að banna þennan gæja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Fram Handbolti Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leikur liðanna, í Olís-deild karla, var mikill spennuleikur og honum lauk með 25-25 jafntefli. Fram fékk aukakast á lokasekúndunni en skot Þorsteins Gauta Hjálmarsson fór ofan á höfuð Birgis Más Birgissonar sem stóð í varnarveggnum. Við þetta sauð aðeins upp úr eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, og komu gæslumenn til að róa leikmenn niður. Sá sem fór þó lengst yfir strikið var ekki leikmaður heldur áhorfandi sem í fyrstu virtist á leið út úr salnum í Kaplakrika en sneri við, óð inn á völl og reif einhverra hluta vegna harkalega í Einar Braga Aðalsteinsson, leikmann FH. Það mátti sjá bæði í útsendingu Stöðvar 2 Sports og í myndbandi frá áhorfanda sem sýnt var í Seinni bylgjunni, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Læti í Kaplakrika Athæfi áhorfandans, sem klæddur var bláleitri skyrtu, vakti litla kátínu hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Drullaðu þér bara út,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og var mikið niðri fyrir. „Þetta á náttúrulega bara ekki að sjást. Þessi maður fer ekki aftur í Krikann. Ég verð reiður að sjá þetta,“ sagði Theodór og Stefán Árni tók í sama streng: „Hann rífur þarna í Einar Braga. Ég veit ekki hvað hann ætlaði að gera við hann. Þarna eru handboltamenn inni á handboltavelli en þetta á ekki að sjást.“ Theodór ítrekaði þá að áhorfandinn ætti skilið bann: „Það er eitt þegar leikmenn og þjálfarar, þátttakendur leiksins, eru þarna. En þegar áhorfendur eru komnir þarna að rífa í leikmenn… það á að banna þennan gæja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Fram Handbolti Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti