Körfubolti

Bandaríkin tryggðu sér ellefta heimsmeistaratitilinn og þann fjórða í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta er það langsigursælasta í heiminum.
Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta er það langsigursælasta í heiminum. Matt King/Getty Images

Bandaríkin tryggðu sér í morgun sinn ellefta heimsmeistaratitil í körfubolta kvenna er liðið vann 22 stiga sigur gegn Kína í úrslitum HM sem fram fór í Ástralíu, 83-61. Þetta var jafnframt fjórði heimsmeistaratitill bandaríska liðsins í röð.

Bandaríska liðið leiddi með tíu stigum í hálfleik, 43-33, og liðið jók forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. 

Liðið vann að lokum öruggan 22 stiga sigur, 83-61, og ellefti heimsmeistaratitill liðsins því í höfn. Bandaríkin eru langsigursælasta land HM kvenna í körfubolta, en næst á eftir þeim eru Sovíetríkin með sex titla.

Aja Wil­son gerði var stigahæst í liði Bandaríkjanna með 19 stig og Kels­ey Plum skoraði 17. Yu­eru Li var atkvæðames í kínverska liðinu með 19 stig.

Þá tryggðu heimakonur í ástralska landsliðinu sér bronsverðlaun á mótinu fyrr í morgun þegar liðið vann öruggan 30 stiga sigur gegn Kanada, 95-65. Reynsluboltinn Lauren Jackson fór fyrir liði heimakvenna og skoraði 30 stig fyrir liðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.