Viðskipti innlent

Pétur ráðinn sölu­stjóri á veitinga­markaði hjá Banönum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Pétur Smári Sigurgeirsson er nýr sölustjóri hjá Banönum.
Pétur Smári Sigurgeirsson er nýr sölustjóri hjá Banönum. Bananar

Pétur Smári Sigurgeirsson hefur verið ráðinn sölustjóri á veitingamarkaði hjá Banönum. Sem sölustjóri mun Pétur bera ábyrgð á sölu og vöruþróun á veitingamarkaði og sitja í framkvæmdaráði Banana.

Pétur kemur til Banana frá Myllunni en þar hefur hann bæði starfað sem bakari og verkstjóri í framleiðsludeild. Síðustu sextán ár hefur hann starfað þar sem sölustjóri og stýrt allri vöruþróun ásamt því að koma að framleiðslu og markaðsmálum.

„Ég er virkilega spenntur fyrir því að ganga til liðs við Banana. Ég hef fylgst með starfsemi félagsins lengi og hlakka til að taka þátt í að styrkja enn frekar þjónustu Banana við veitingamarkaðinn,“ er haft eftir Pétri í tilkynningu.

Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana, segir það vera mikið ánægjuefni að fá Pétur til liðs við Banana.

„Pétur hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á veitingarmarkaði sem að mun svo sannarlega styrkja okkur verulega í vegferðinni fram undan,“ segir Jóhanna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×