Góð byrjun dugði ekki til hjá Dusty Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2022 11:09 Liðsmenn Dusty byrjuðu vel gegn danska liðinu Ecstatic í dag, en það dugði ekki til. Íslenska rafíþróttaliðið Dusty þurfti að sætta sig við tap er liðið mætti danska liðinu Ecstatic í forkeppni norðurlandana fyrir BLAST Premier mótaröðina í CS:GO í dag. Leikið var á kortinu Dust2 þar sem Danirnir unnu fyrstu þrjár loturnar. Liðsmenn Dusty vöknuðu þó fljótt til lífsins og unnu næstu fimm lotur og íslenska liðið því komið með forystu. Dusty hélt áfram að byggja upp forskot sitt og komst mest í 11-6 um miðbik leiksins, en þá tóku þeir dönsku við sér á ný. Ecstatic vann sjö lotur í röð og breytti stöðunni í 11-13 sér í vil. Dusty náði að jafna metin á ný, en þeir dönsku unnu seinustu þrjár loturnar og tryggðu sér þar með sigur í viðureigninni, 13-16. Nú fer að hefjast leikur MASONIC og Lilmix í sama riðli, en sigurliðið úr þeim leik mætir Ecstatic síðar í dag. Dusty mætir hins vegar liðinu sem tapar í þeim leik klukkan 14:30 og þátttöku þeirra er því hvergi nærri lokið. Hægt er að fylgjast með öllum leikjum dagsins í beinni úsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 eSport með því að smella hér. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti
Leikið var á kortinu Dust2 þar sem Danirnir unnu fyrstu þrjár loturnar. Liðsmenn Dusty vöknuðu þó fljótt til lífsins og unnu næstu fimm lotur og íslenska liðið því komið með forystu. Dusty hélt áfram að byggja upp forskot sitt og komst mest í 11-6 um miðbik leiksins, en þá tóku þeir dönsku við sér á ný. Ecstatic vann sjö lotur í röð og breytti stöðunni í 11-13 sér í vil. Dusty náði að jafna metin á ný, en þeir dönsku unnu seinustu þrjár loturnar og tryggðu sér þar með sigur í viðureigninni, 13-16. Nú fer að hefjast leikur MASONIC og Lilmix í sama riðli, en sigurliðið úr þeim leik mætir Ecstatic síðar í dag. Dusty mætir hins vegar liðinu sem tapar í þeim leik klukkan 14:30 og þátttöku þeirra er því hvergi nærri lokið. Hægt er að fylgjast með öllum leikjum dagsins í beinni úsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 eSport með því að smella hér.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti