Viðskipti innlent

Biðla til stjórn­valda um að af­stýra 20 prósenta hækkun fast­eigna­skatta

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Helgi Pétursson er formaður landssamband eldri borgara.
Helgi Pétursson er formaður landssamband eldri borgara. Stöð 2

Þrenn hagsmunasamtök hafa sent út ákall til stjórnvalda um að afstýra tuttugu prósenta hækkun fasteignaskatta-og gjalda. Formaður Landssambands eldri borgara bendir á að eldri bogarar hafi enga möguleika til að auka sínar tekjur eins og aðrir þjóðfélagshópar. Endurskoða þurfa hvernig fasteignamat sé reiknað.

Fasteignamat ársins 2023 er 19,9% hærra en á yfirstandandi ári. Landsamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda og Húseigendafélagið benda á í yfirlýsingu að án aðgerða af hálfu sveitarfélega muni sú þessi hækkun leiða til samsvarandi hækkunar fasteignaskatta-og gjalda. 

Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, bendir á að eldri borgarar séu í sérstaklega erfiðri stöðu gagnvart þessari hækkun. Þeir geti yfirleitt ekki sótt sér auknar tekjur til að mæta hærri skattbyrði.

„Enn einu sinni eru lagðar auknar byrðar á eldra fólk og nú í formi fasteignaskatta. Staðan er þannig að lífeyrir eldra fólks hækkar um einhver 6% á þessu tímabili en það er verið að tala um að hækka fasteignamatið um tæp 20% og þarna er hópur sem hefur enga möguleika á að breyta sínum tekjum og þetta er gert með einhverjum útreikningum sem eru illskiljanlegir.“

Helgi skorar á sveitarfélög að grípa inn í og gæta þess að ekki séu lagðar álögur á eldra fólk sem það geti ekki með nokkru móti staðið undir.

„Þessi hópur veður ekkert í peningum eins og menn hafa nú gjarnan verið að benda á og þurfa á öllu sínu að halda þannig að við bara skorum á sveitarfélögin að grípa þarna inn í. Við skiljum ekkert í því að menn geti fundið út þessa hækkun sem er sko helmingi hærri en verðbólga.“ 

Endurskoða þurfi hvernig fasteignamat sé reiknað.

„Við erum svona til lengri tíma að hvetja yfirvöld til að huga að þessu fasteignamati og hvernig það er reiknað. Það þarf að fara mjög vandlega ofan í fastiegnamatið og átta sig á því hvort það birti raunverulega mynd af stöðunni.“


Tengdar fréttir

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi

Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×