Viðskipti innlent

Andrea nýr for­stöðu­maður hjá Fossum

Atli Ísleifsson skrifar
Andrea Björnsdóttir.
Andrea Björnsdóttir. Aðsend/Aldís Pálsdóttir

Andrea Björnsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns á skrifstofu forstjóra Fossa fjárfestingarbanka. Hún hefur störf í dag.

Í tilkynningu segir að Andrea komi til Fossa frá Bank of America í Lundúnum þar sem hún hafi starfað tímabundið á fjárfestingarbankasviði í framhaldi af útskrift frá London Business School. Áður hafi hún starfað í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og áhættustýringu frá árinu 2018.

Andrea er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálum frá London Business School. Auk þess hefur Andrea lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Fossar þjónusta innlenda og erlenda fjárfesta á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.