Réttlátara samfélag með betri tækni Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 14. september 2022 11:01 Það eru forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og vinna að því að búa til réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Ný áskorun fyrir suma Það er alveg ný áskorun fyrir mörg smærri og meðalstór fyrirtæki að í lok árs þurfa öll fyrirtæki með 25–50 í starfi að fara í jafnlaunastaðfestingu og öll með 50 eða fleiri í starfi að jafnaði yfir árið að fara í jafnlaunavottun. Oftar en ekki kemur það í hlut mannauðsstjóra að leiða vottunarferlið. Mannauðsstjórinn hefur ekki endilega reynslu af slíkum verkefnum sem eru nátengd gæðastjórnun og að vinna allt frá grunni er bæði flókið og tímafrekt. Snjallar lausnir hjálpa Það er mikilvægt að nota ekki gamladags aðferðir til þess að leysa ný verkefni og þess vegna hönnuðum við Justly Pay sem nokkurs konar uppsetningarforrit sem í daglegu máli er kallað wizard. Kerfið leiðir þig áfram skref fyrir skref, á traustum stoðum gæðastjórnunarferla, inn í framtíð þar sem við búum til betra samfélag með tækninni. Sá trausti grunnur sem kerfið byggir á er gæðastjórnunarkerfið CCQ. Það er leiðandi kerfi sem er byggt á áralangri reynslu og sérfræðiþekkingu – þekkingu sem segir okkur að verkfærakista gæðastjórnunar geymir réttu tólin til að uppræta launamun kynjanna. Fagrar fyrirætlanir eru eitt, en til að ná settum markmiðum þarf raunhæfa framkvæmdaáætlun, eftirfylgni og skipuleg viðbrögð við frávikum. Þetta er einmitt gæðastjórnun í hnotskurn. Það er eru forréttindi að fá að búa til lausnir sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp jafnlaunakerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins. Þegar uppsetningarferlinu er lokið fá fyrirtæki og stofnanir gæðaskjöl sem mæta kröfum staðalsins, vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. Sjálfbærni er markmiðið Það er ákveðið metnaðarmál að öll fyrirtæki og stofnanir eigi að geta áunnið sér jafnlaunavottun án þess að þurfa að fjárfesta í kostnaðarsamri ráðgöf utanaðkomandi sérfræðinga með snjallri tækni. Snjallar lausnir eins og Justly Pay gera umsjónarfólki kerfisins kleift að vera sjálfbær í umsjón og umbótaferlinu sem þarf að fá starfsfólk og stjórnendur með í. Það er skemmtilega vinnan og mannauðsfólk á að hafa tíma til þess að sinna henni en ekki vera að hringsnúast í því að leggja grunn að gæðakerfi í fyrsta sinn nú rétt fyrir jól. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Origo Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og vinna að því að búa til réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Ný áskorun fyrir suma Það er alveg ný áskorun fyrir mörg smærri og meðalstór fyrirtæki að í lok árs þurfa öll fyrirtæki með 25–50 í starfi að fara í jafnlaunastaðfestingu og öll með 50 eða fleiri í starfi að jafnaði yfir árið að fara í jafnlaunavottun. Oftar en ekki kemur það í hlut mannauðsstjóra að leiða vottunarferlið. Mannauðsstjórinn hefur ekki endilega reynslu af slíkum verkefnum sem eru nátengd gæðastjórnun og að vinna allt frá grunni er bæði flókið og tímafrekt. Snjallar lausnir hjálpa Það er mikilvægt að nota ekki gamladags aðferðir til þess að leysa ný verkefni og þess vegna hönnuðum við Justly Pay sem nokkurs konar uppsetningarforrit sem í daglegu máli er kallað wizard. Kerfið leiðir þig áfram skref fyrir skref, á traustum stoðum gæðastjórnunarferla, inn í framtíð þar sem við búum til betra samfélag með tækninni. Sá trausti grunnur sem kerfið byggir á er gæðastjórnunarkerfið CCQ. Það er leiðandi kerfi sem er byggt á áralangri reynslu og sérfræðiþekkingu – þekkingu sem segir okkur að verkfærakista gæðastjórnunar geymir réttu tólin til að uppræta launamun kynjanna. Fagrar fyrirætlanir eru eitt, en til að ná settum markmiðum þarf raunhæfa framkvæmdaáætlun, eftirfylgni og skipuleg viðbrögð við frávikum. Þetta er einmitt gæðastjórnun í hnotskurn. Það er eru forréttindi að fá að búa til lausnir sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp jafnlaunakerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins. Þegar uppsetningarferlinu er lokið fá fyrirtæki og stofnanir gæðaskjöl sem mæta kröfum staðalsins, vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. Sjálfbærni er markmiðið Það er ákveðið metnaðarmál að öll fyrirtæki og stofnanir eigi að geta áunnið sér jafnlaunavottun án þess að þurfa að fjárfesta í kostnaðarsamri ráðgöf utanaðkomandi sérfræðinga með snjallri tækni. Snjallar lausnir eins og Justly Pay gera umsjónarfólki kerfisins kleift að vera sjálfbær í umsjón og umbótaferlinu sem þarf að fá starfsfólk og stjórnendur með í. Það er skemmtilega vinnan og mannauðsfólk á að hafa tíma til þess að sinna henni en ekki vera að hringsnúast í því að leggja grunn að gæðakerfi í fyrsta sinn nú rétt fyrir jól. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun