Viðskipti erlent

Horfðu á kynningu Apple: Opinbera iPhone 14

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta árið ber kynningin titilinn „Far out“.
Þetta árið ber kynningin titilinn „Far out“.

Forsvarsmenn tæknirisans Apple ætla að kynna iPhone 14 á árlegri kynningu fyrirtækisins í dag. Þetta árið ber kynningin titilinn „Far out“ en starfsmenn Apple hafa varist allra fregna af því hvað til stendur að kynna í dag, auk nýs síma.

Það eina sem búið er að gera er að senda dularfullt boð á blaðamenn og aðra en það er með mynd af næturhimni og merki Apple.

Samkvæmt frétt CNet eru uppi vangaveltur um að boðskortið segi til um að iPhone 14 muni vera með bættri myndavél eða það að orðrómur um að hægt verði að hringja neyðarsímtöl í gegnum gervihnetti sé sannur.

Blaðamenn búast þó við því að nýtt snjallúr, Apple Watch Series 8 verði kynnt í dag. Þar að auki standi líklega til að kynna ný heyrnartól, eða AirPods Pro. Sú lína hefur ekki verið uppfærð frá 2019 og eins og segir í orðróma-yfirliti TechCrunch þá eru þrjú ár heil eilífð í heimi heyrnartóla.

Þá eru einnig uppi vangaveltur um að Apple muni kynna nýja spjaldtölvu og jafnvel sýndar-/viðbótarraunveruleikagleraugu.

Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni hér að neðan. Hún hefst klukkan fimm að íslenskum tíma.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.