Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 09:55 Runólfur Ólafsson segir olíufélögin vel geta lækkað eldsneytisverð enn frekar. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. Hátt eldsneytisverð hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin misseri en eldsneytisverð er nú þó komið niður fyrir þrjú hundruð krónur á lítrann. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að olíufélögin geti þó lækkað verðið enn miera. „Við erum með vöru sem er mikil eftirspurn eftir en það er fákeppni á markaði þannig að það virðst sem félögin komist upp með að vera að bjóða upp á óeðlilega álagningu, á sumum svæðum sérstaklega,“ sagði Runólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er virklega lag að lækka eldsneytisverð almennt um land allt þó það séu litlar lækkanir undanfarið þá eru frekari undirliggjandi verðlækkanir og mér þætti ekkert óeðlilegt að seðlabankastjóri myndi tjá sig um þetta líka því þetta hefur áhrif á verðlag almennt, vísitölu og svo framvegis.“ Eldsneytið vegi þungt á vísitölu neysluverðs. „Þegar samkeppnin er ekki að skila neytendum eðlilegu vöruverði þá er það viðvörun til aðila á markaði að það sé ekki eðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við eigum sem neytendur inni töluverða lækkun til viðbótar. Miðað við sögulega samlíkingu, og þá er ég samt að áætla mönnum hærri álagningu hér vegna fjarlægðar og minni markaðar, þá erum við að tala um tuttugu krónur sem við teldum eðlilegt að væri komið niður um þessar mundir.“ Eldsneytið sé hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. „Stjórnvöld í ákveðnum löndum hafa út af þessu orkuástandi lækkað álögur allavega tímabundið. En þó við séum að bera okkur saman við álíka eða hærri álögur þá erum við samt að bjóða neytendum okkar upp á hærra verð,“ segir Runólfur. Neytendur Bensín og olía Verðlag Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Hátt eldsneytisverð hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin misseri en eldsneytisverð er nú þó komið niður fyrir þrjú hundruð krónur á lítrann. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að olíufélögin geti þó lækkað verðið enn miera. „Við erum með vöru sem er mikil eftirspurn eftir en það er fákeppni á markaði þannig að það virðst sem félögin komist upp með að vera að bjóða upp á óeðlilega álagningu, á sumum svæðum sérstaklega,“ sagði Runólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er virklega lag að lækka eldsneytisverð almennt um land allt þó það séu litlar lækkanir undanfarið þá eru frekari undirliggjandi verðlækkanir og mér þætti ekkert óeðlilegt að seðlabankastjóri myndi tjá sig um þetta líka því þetta hefur áhrif á verðlag almennt, vísitölu og svo framvegis.“ Eldsneytið vegi þungt á vísitölu neysluverðs. „Þegar samkeppnin er ekki að skila neytendum eðlilegu vöruverði þá er það viðvörun til aðila á markaði að það sé ekki eðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við eigum sem neytendur inni töluverða lækkun til viðbótar. Miðað við sögulega samlíkingu, og þá er ég samt að áætla mönnum hærri álagningu hér vegna fjarlægðar og minni markaðar, þá erum við að tala um tuttugu krónur sem við teldum eðlilegt að væri komið niður um þessar mundir.“ Eldsneytið sé hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. „Stjórnvöld í ákveðnum löndum hafa út af þessu orkuástandi lækkað álögur allavega tímabundið. En þó við séum að bera okkur saman við álíka eða hærri álögur þá erum við samt að bjóða neytendum okkar upp á hærra verð,“ segir Runólfur.
Neytendur Bensín og olía Verðlag Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22
Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13