Neytendur

Bensín­lítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá eldsneytisverð hjá Costco.
Hér má sjá eldsneytisverð hjá Costco. Aðsent

Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur.

Ef litið er til bensínverðs á öðrum bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu virðist bensínlítrinn hvergi ódýrari.

Til samanburðar virðist hæsta verðið hjá N1 vera 328, 2 krónur en það lægsta 301,9 krónur á bensínstöðvum N1 Norðurhellu, Skógarlind og Reykjavíkurvegi.

Hjá Olís virðist bensínlítinn alls staðar kosta það sama á höfuðborgarsvæðinu eða 328,10 krónur.

Bensínlítrinn hjá Atlantsolíu virðist svo hæstur vera 325,10 krónur en lægstur á Sprengisandi og í Kaplakrika þar sem hann er 301,80 krónur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.