Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur.
Ef litið er til bensínverðs á öðrum bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu virðist bensínlítrinn hvergi ódýrari.
Til samanburðar virðist hæsta verðið hjá N1 vera 328, 2 krónur en það lægsta 301,9 krónur á bensínstöðvum N1 Norðurhellu, Skógarlind og Reykjavíkurvegi.
Hjá Olís virðist bensínlítinn alls staðar kosta það sama á höfuðborgarsvæðinu eða 328,10 krónur.
Bensínlítrinn hjá Atlantsolíu virðist svo hæstur vera 325,10 krónur en lægstur á Sprengisandi og í Kaplakrika þar sem hann er 301,80 krónur.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira