Leigubremsa er raunhæf og skynsamleg Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 30. ágúst 2022 14:01 Danir ætla að koma á leigubremsu. Á danska þjóðþinginu er meirihluti fyrir því að takmarka hækkun leiguverðs næstu tvö ár. Hækkanir á húsaleigu verða takmarkaðar við 4% á ári næstu tvö árin en undanskildir verða þeir leigusalar sem sýnt geta fram á að kostnaður vegna húsnæðisins hafi hækkað umfram þá upphæð, t.d. vegna viðhalds. Leigubremsan gildir jafnt um núverandi og tilvonandi leigusamninga og nær yfir húsnæði í eigu einkaaðila. Hafi leiga hækkað á síðustu þremur mánuðum mun viðkomandi leigusali þurfa að draga hana til baka. Þetta kjósa Danir að gera, þrátt fyrir að þar sé húsnæðisöryggi leigjenda mun meira en á Íslandi. Stöðugur húsnæðismarkaður er nefnilega grunnur að stöðugu efnahagslífi. Neyðarástand á íslenskum húsnæðismarkaði Ólíkt dönskum leigumarkaði eru réttindi leigjenda á Íslandi lítil. Húsnæðisöryggi er ekkert og raunveruleiki leigjenda er að búa við skammtíma leigusamninga sem gætu við hverja endurnýjun verið sagt upp eða leiga hækkuð. Sveiflur í hagkerfinu lenda beint á leigjendum. Bara það að ferðamönnum fjölgi getur orðið til þess að ógna húsnæðisöryggi, þar sem leigusamningum er sagt upp og íbúðir færðar í skammtímaleigu. Afleiðingin er öllum ljós. Leigjendur eru oftar með íþyngjandi húsnæðiskostnað og staðan er verst hjá þeim tekjulægstu. Ótal sögur berast nú verkalýðshreyfingunni um hækkun leiguverðs langt umfram verðbólgu. Hér er um að ræða verulega, áþreifanlega kjararýrnun fyrir fólk á leigumarkaði. Loforð stjórnvalda ekki efnd Verkalýðshreyfingin krafðist aðgerða á leigumarkaði í aðdraganda Lífskjarasamninga. Í yfirlýsingu stjórnvalda var boðað að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð með það í huga að vernda leigjendur þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar, þ.e. leigubremsa. Þessi loforð stjórnvalda hafa ekki verið efnd á samningstímabilinu. Það hefur ekki einu sinni tekist að ná fram smávægilegum breytingum sem snúa að skylduskráningu leigusamninga í grunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það mál var ekki afgreitt úr þingnefnd þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar um að það yrði afgreitt fyrir sumar. Afleiðingin er að hækkanir dynja yfir leigjendur um þessar mundir. Danir sýna okkur að það er ekki bara hægt, heldur er afar einfalt að koma á leigubremsu. Þar getur Alþingi sett lög sem takmarka órökstudda hækkun leiguverðs í núverandi neyðarástandi. Þessi loforð er enn hægt að efna áður en kjarasamningar renna út. Á sama tíma þarf að setja stóraukinn kraft í uppbyggingu íbúða Bjargs og Blævar sem langtímalausn á leigumarkaði. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson ASÍ Leigumarkaður Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Danir ætla að koma á leigubremsu. Á danska þjóðþinginu er meirihluti fyrir því að takmarka hækkun leiguverðs næstu tvö ár. Hækkanir á húsaleigu verða takmarkaðar við 4% á ári næstu tvö árin en undanskildir verða þeir leigusalar sem sýnt geta fram á að kostnaður vegna húsnæðisins hafi hækkað umfram þá upphæð, t.d. vegna viðhalds. Leigubremsan gildir jafnt um núverandi og tilvonandi leigusamninga og nær yfir húsnæði í eigu einkaaðila. Hafi leiga hækkað á síðustu þremur mánuðum mun viðkomandi leigusali þurfa að draga hana til baka. Þetta kjósa Danir að gera, þrátt fyrir að þar sé húsnæðisöryggi leigjenda mun meira en á Íslandi. Stöðugur húsnæðismarkaður er nefnilega grunnur að stöðugu efnahagslífi. Neyðarástand á íslenskum húsnæðismarkaði Ólíkt dönskum leigumarkaði eru réttindi leigjenda á Íslandi lítil. Húsnæðisöryggi er ekkert og raunveruleiki leigjenda er að búa við skammtíma leigusamninga sem gætu við hverja endurnýjun verið sagt upp eða leiga hækkuð. Sveiflur í hagkerfinu lenda beint á leigjendum. Bara það að ferðamönnum fjölgi getur orðið til þess að ógna húsnæðisöryggi, þar sem leigusamningum er sagt upp og íbúðir færðar í skammtímaleigu. Afleiðingin er öllum ljós. Leigjendur eru oftar með íþyngjandi húsnæðiskostnað og staðan er verst hjá þeim tekjulægstu. Ótal sögur berast nú verkalýðshreyfingunni um hækkun leiguverðs langt umfram verðbólgu. Hér er um að ræða verulega, áþreifanlega kjararýrnun fyrir fólk á leigumarkaði. Loforð stjórnvalda ekki efnd Verkalýðshreyfingin krafðist aðgerða á leigumarkaði í aðdraganda Lífskjarasamninga. Í yfirlýsingu stjórnvalda var boðað að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð með það í huga að vernda leigjendur þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar, þ.e. leigubremsa. Þessi loforð stjórnvalda hafa ekki verið efnd á samningstímabilinu. Það hefur ekki einu sinni tekist að ná fram smávægilegum breytingum sem snúa að skylduskráningu leigusamninga í grunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það mál var ekki afgreitt úr þingnefnd þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar um að það yrði afgreitt fyrir sumar. Afleiðingin er að hækkanir dynja yfir leigjendur um þessar mundir. Danir sýna okkur að það er ekki bara hægt, heldur er afar einfalt að koma á leigubremsu. Þar getur Alþingi sett lög sem takmarka órökstudda hækkun leiguverðs í núverandi neyðarástandi. Þessi loforð er enn hægt að efna áður en kjarasamningar renna út. Á sama tíma þarf að setja stóraukinn kraft í uppbyggingu íbúða Bjargs og Blævar sem langtímalausn á leigumarkaði. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar